Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. mars 2025 07:46 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla. Laun kvenna eru innan við 80% af launum karla Í nýlegri útgáfu Hagstofu Íslands kemur fram að karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. Þetta er mæling á launum fyrir dag-, vakta- og yfirvinnu og nær til þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Launamunurinn eykst með aldri. Hann er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og mestur í eldri aldurshópunum. Kynbundinn launamunur er flókið fyrirbæri en ástæður hans má meðal annars rekja til þess að konur vinna að jafnaði færri stundir en karlar, þær vinna fremur í starfsgreinum sem eru lægra launaðar, þær eru að jafnaði neðar í skipuriti á vinnustöðum og svo hækka laun kvenna minna en laun karla með vaxandi aldri og starfsreynslu. Fyrri greinar okkar, sem við birtum í janúar og febrúar, sýndu hvernig kyn skipta máli þegar kemur að atvinnuþátttöku og hvernig störf kvenna og karla raðast með ólíkum hætti á vinnumarkaðnum. Hér skoðum við hvernig þessi skipting endurspeglast í tölum um launamun. Mynd: Munur á atvinnutekjum karla og kvenna árið 2023 eftir aldri Hér er notast við skilyrt meðaltal, þ.e. byggir á þeim einstaklingum sem hafa tekjur. Er hægt að reikna burt launamuninn? Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt. Skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur. Raunin er sú að konur vinna færri stundir í launavinnu af því að þær vinna fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. Oft er vísað til þriggja ólíkra hugtaka til að lýsa kynbundnum launamun. Við höfum þegar rætt um mun á atvinnutekjum sem er hin raunverulega birtingarmynd launamunarins. Þar að auki eru tvær reiknaðar stærðir sem gjarnan eru notaðar í umræðunni; óleiðréttur launamunur og leiðréttur launamunur. Mynd: Launamunur karla og kvenna eftir ólíkum mælikvörðum 2023 Óleiðréttur launamunur kynjanna var 9,3% árið 2023. Hann er reiknaður með því að leiðrétta fyrir vinnutíma og endurspeglar þannig mun á tímakaupi karla og kvenna. Konur eru því að jafnaði með 91% af launum karla á tímann. Hér er um meðaltöl að ræða og hafa ber í huga að þeim mun fleiri yfirvinnutíma og vaktavinnutíma sem fólk vinnur þeim mun hærra verður tímakaupið að meðaltali. Leiðréttur launamunur er, líkt og sá óleiðrétti, tölfræðilegt hugtak. Með „leiðréttingunni“ eru umfangsmiklar launaupplýsingar auk upplýsinga um m.a. fjölskyldustöðu, bakgrunn, menntunarstig, búsetu og starfsaldur, notaðar til að einangra aðra þætti en kyn sem geta haft áhrif á laun. Mikil vinna hefur farið í að þróa aðferðafræðina að baki mælingum á leiðréttum launamun kynjanna, en vandinn er að í slíkum útreikningum er leiðrétt fyrir þáttum sem eru sjálf rót vandans. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði verr launuð. Með „leiðréttingunni“ eru laun kvenna borin saman við laun karla í sömu störfum svo munur á milli atvinnugreina, starfsgreina og markaða er ekki tekinn til greina. Auðvitað er ekki hægt að reikna burt kynbundinn launamun með tölfræðilíkönum, sem búa til þröngan samanburð. Slík líkön gera ekki grein fyrir menningar- og sögulegum rótum kynbundins launamunar, kerfisbundnu vanmati á virði kvennastarfa og taka ekki tillit til þess að konur eru að jafnaði ólíklegri til að fá framgang í starfi, sinni meirihluta ólaunaðrar vinnu og vinni í meira mæli á opinbera markaðnum þar sem launamyndunarkerfið er ólíkt því á almenna markaðnum. Hvernig eyðum við kynbundnum launamun? Virðismat starfa er besta leiðin til að draga fram og leiðrétta ómeðvitaða hlutdrægni í launasetningu hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Þættir sem einkenna karlastörf eru almennt metnir til hærri launa en þeir þættir sem einkenna kvennastörf af sögulegum, menningarlegum og kerfisbundnum ástæðum. Mörg af hinum hefðbundnu kvennastörfum voru áður unnin inni á heimilunum launalaust og eftir að þau fluttust að mestu út af heimilunum hafa þau verið vanmetin í launum. Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu vegna barna og heimilis. Konur bera þar enn meiri ábyrgð sem er stærsta ástæða þess að fjórðungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði er í hlutastörfum. Það takmarkar bæði framgang þeirra á vinnumarkaði og atvinnutekjur. Grundvallar forsenda þess að jafna fjölskyldu- og heimilisábyrgð karla og kvenna er með jafnri skiptingu fæðingarorlofs, styttingu vinnuvikunnar hjá öllum á vinnumarkaði auk góðs velferðar- og menntakerfis sem styður fjölskyldur. Launamuni kynjanna verður ekki eytt með því að leiðrétta launatölfræði fyrir vinnutíma eða menntunarstigi. Það þarf beinar aðgerðir eins og endurmat á virði kvennastarfa og aukna ábyrgð karla á umönnun barna og fjölskyldu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla. Laun kvenna eru innan við 80% af launum karla Í nýlegri útgáfu Hagstofu Íslands kemur fram að karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. Þetta er mæling á launum fyrir dag-, vakta- og yfirvinnu og nær til þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Launamunurinn eykst með aldri. Hann er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og mestur í eldri aldurshópunum. Kynbundinn launamunur er flókið fyrirbæri en ástæður hans má meðal annars rekja til þess að konur vinna að jafnaði færri stundir en karlar, þær vinna fremur í starfsgreinum sem eru lægra launaðar, þær eru að jafnaði neðar í skipuriti á vinnustöðum og svo hækka laun kvenna minna en laun karla með vaxandi aldri og starfsreynslu. Fyrri greinar okkar, sem við birtum í janúar og febrúar, sýndu hvernig kyn skipta máli þegar kemur að atvinnuþátttöku og hvernig störf kvenna og karla raðast með ólíkum hætti á vinnumarkaðnum. Hér skoðum við hvernig þessi skipting endurspeglast í tölum um launamun. Mynd: Munur á atvinnutekjum karla og kvenna árið 2023 eftir aldri Hér er notast við skilyrt meðaltal, þ.e. byggir á þeim einstaklingum sem hafa tekjur. Er hægt að reikna burt launamuninn? Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt. Skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur. Raunin er sú að konur vinna færri stundir í launavinnu af því að þær vinna fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. Oft er vísað til þriggja ólíkra hugtaka til að lýsa kynbundnum launamun. Við höfum þegar rætt um mun á atvinnutekjum sem er hin raunverulega birtingarmynd launamunarins. Þar að auki eru tvær reiknaðar stærðir sem gjarnan eru notaðar í umræðunni; óleiðréttur launamunur og leiðréttur launamunur. Mynd: Launamunur karla og kvenna eftir ólíkum mælikvörðum 2023 Óleiðréttur launamunur kynjanna var 9,3% árið 2023. Hann er reiknaður með því að leiðrétta fyrir vinnutíma og endurspeglar þannig mun á tímakaupi karla og kvenna. Konur eru því að jafnaði með 91% af launum karla á tímann. Hér er um meðaltöl að ræða og hafa ber í huga að þeim mun fleiri yfirvinnutíma og vaktavinnutíma sem fólk vinnur þeim mun hærra verður tímakaupið að meðaltali. Leiðréttur launamunur er, líkt og sá óleiðrétti, tölfræðilegt hugtak. Með „leiðréttingunni“ eru umfangsmiklar launaupplýsingar auk upplýsinga um m.a. fjölskyldustöðu, bakgrunn, menntunarstig, búsetu og starfsaldur, notaðar til að einangra aðra þætti en kyn sem geta haft áhrif á laun. Mikil vinna hefur farið í að þróa aðferðafræðina að baki mælingum á leiðréttum launamun kynjanna, en vandinn er að í slíkum útreikningum er leiðrétt fyrir þáttum sem eru sjálf rót vandans. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði verr launuð. Með „leiðréttingunni“ eru laun kvenna borin saman við laun karla í sömu störfum svo munur á milli atvinnugreina, starfsgreina og markaða er ekki tekinn til greina. Auðvitað er ekki hægt að reikna burt kynbundinn launamun með tölfræðilíkönum, sem búa til þröngan samanburð. Slík líkön gera ekki grein fyrir menningar- og sögulegum rótum kynbundins launamunar, kerfisbundnu vanmati á virði kvennastarfa og taka ekki tillit til þess að konur eru að jafnaði ólíklegri til að fá framgang í starfi, sinni meirihluta ólaunaðrar vinnu og vinni í meira mæli á opinbera markaðnum þar sem launamyndunarkerfið er ólíkt því á almenna markaðnum. Hvernig eyðum við kynbundnum launamun? Virðismat starfa er besta leiðin til að draga fram og leiðrétta ómeðvitaða hlutdrægni í launasetningu hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Þættir sem einkenna karlastörf eru almennt metnir til hærri launa en þeir þættir sem einkenna kvennastörf af sögulegum, menningarlegum og kerfisbundnum ástæðum. Mörg af hinum hefðbundnu kvennastörfum voru áður unnin inni á heimilunum launalaust og eftir að þau fluttust að mestu út af heimilunum hafa þau verið vanmetin í launum. Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu vegna barna og heimilis. Konur bera þar enn meiri ábyrgð sem er stærsta ástæða þess að fjórðungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði er í hlutastörfum. Það takmarkar bæði framgang þeirra á vinnumarkaði og atvinnutekjur. Grundvallar forsenda þess að jafna fjölskyldu- og heimilisábyrgð karla og kvenna er með jafnri skiptingu fæðingarorlofs, styttingu vinnuvikunnar hjá öllum á vinnumarkaði auk góðs velferðar- og menntakerfis sem styður fjölskyldur. Launamuni kynjanna verður ekki eytt með því að leiðrétta launatölfræði fyrir vinnutíma eða menntunarstigi. Það þarf beinar aðgerðir eins og endurmat á virði kvennastarfa og aukna ábyrgð karla á umönnun barna og fjölskyldu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun