Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 18:02 Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár. Sameyki Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51