Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var dvöl hans þar ekki löng og er hann kominn aftur í Clarence House þar sem hann sinnir embættisstörfum. Hann þurfti þó að aflýsa ferð til Birmingham sem hann átti að fara í á morgun.
„Á morgun átti hann að sinna fjórum opinberum verkefnum í Birmingham og er mjög svekktur að missa af þeim að þessu sinni,“ segir í yfirlýsingu frá bresku konungshöllinni vegna málsins.
Greint var frá því í febrúar í fyrra að Karl III hefði greinst með krabbamein. Hann hefur gengist undir meðferðir við því meini síðan en er á batavegi að sögn hallarinnar. Það hefur ekki komið fram í fjölmiðlum hvers lags krabbamein konungurinn hefur glímt við en það fannst við aðgerð vegna góðkynja æxli á blöðruhálskirtli.
„Hann vonar innilega að hægt verði að endurskipuleggja viðburðina og biður velvirðingar þá sem unnu hart að sér við að skipuleggja heimsóknina,“ segir í tilkynningu hallarinnar.
Ekki liggur fyrir hvers eðlis umræddar aukaverkanir eru og er lýst í yfirlýsingunni sem „minnstu mögulegu hraðahindrun á vegi í rétta átt.“