Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar 29. mars 2025 14:31 Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Kjaramál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun