Mótmælin hófust eftir að Ekrem İmamoğlu, borgarstjóri Istanbúl, var handtekinn og sakaður um svik og spillingu. İmamoğlu er sagður vera einn helsti andstæðingur Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Þau hafa staðið nú í tíu daga en hundruðir þúsunda mættu á mótmæli í miðborg Istanbúl í dag.
Özgur Özel, leiðtogi minnihlutaflokksins Þjóðarflokk Repúblikana (CHP), stóð að mótmælunum og taldi að yfir tvær milljónir manna hafi mætti.
„Þeir hafa handtekið hundruð barna, þúsundir ungmenna,“ sagði Özel við mótmælendurna samkvæmt umfjöllun The Guardian. „Þeir höfðu aðeins eitt markmið í huga, að hræða þau þau, skelfa þau, tryggja að þau færu aldrei út aftur.“

Hann kallaði einnig eftir því að bæði İmamoğlu og Selahattin Demirtaş, fyrrum forsetaframbjóðandi sem var í fangelsi á meðan framboðinu stóð, yrðu látnir lausir. Demirtaş hafði verið í fangelsi í níu ár fyrir hryðjuverk þegar hann bauð sig fram.
Özel sagði við fréttamenn að hann væri tilbúinn að taka þá áhættu að halda mótmælunum áfram þrátt fyrir að hann yrði vistaður í fangelsi fyrir.
„Ef við stoppum ekki þessa tilraun til valdaráns mun það þýða endalok kjörkassans,“ sagði hann.
Meðal þeirra sem hafa verið handteknir voru þrettán blaðamenn, þar af einn sænskur blaðamaður. Tíu fréttaljósmyndarar voru handteknir fyrir að fjalla um mótmælin en þeir hafa verið látnir lausir.