Erlent

Þrír fundust látnir í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Noregi telur að grunur sé um að atvikin tvö tengist. Myndin er úr safni.
Lögregla í Noregi telur að grunur sé um að atvikin tvö tengist. Myndin er úr safni. Getty

Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast.

Norskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Þar segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan hálf fimm að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt var um erjur á heimili í Vigeland í sveitarfélaginu Lindenes.

Þegar lögregla hafi komið á staðinn hafi þar fundist tveir einstaklingar látnir og hefur nú svæði í kringum húsið verið girt af.

Um klukkustund síðar barst svo svo önnur tilkynning um mann sem hafi fundist særður fyrir utan bíl skammt frá Mandal, austur af Vigeland. Þegar sjúkralið kom á staðinn hafi maðurinn verið úrskurðaður látinn.

Lögregla telur að grunur sé um að málin tengist, en að ekki sé þó hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×