„Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 15:36 Er það rautt flagg að finnast kynlífið búið þegar annar aðilinn er búinn að fá það? Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is. Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira