Íslenski boltinn

Svona var kynningar­fundur Bestu deildar karla

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik hefur titilvörn sína í Bestu deildinni á laugardagskvöld.
Breiðablik hefur titilvörn sína í Bestu deildinni á laugardagskvöld. vísir/Anton

Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi Bestu deildar karla í fótbolta. Þar var meðal annars greint frá árlegri spá þjálfara, fyrirliða og formanna um lokastöðu deildarinnar.

Umsjónarmaður Stúkunnar á Stöð 2 Sport, Gummi Ben, stýrði fundinum sem haldinn var í húsakynnum Deloitte.

Sjá má upptöku af fundinum hér að neðan.

Klippa: Kynningarfundur Bestu deildar karla 2025

Keppni í Bestu deild karla hefst á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar.

Fyrsta umferð:

  • Laugardagur 5. apríl
  • 19:15 Breiðablik - Afturelding, Stöð 2 Sport
  • Sunnudagur 6. apríl
  • 14:00 Valur - Vestri, Stöð 2 BD
  • 16:15 KA - KR, Stöð 2 Sport 5
  • 19:15 Fram - ÍA, Stöð 2 Sport 5
  • Mánudagur 7. apríl
  • 18:00 Víkingur - ÍBV, Stöð 2 BD
  • 19:15 Stjarnan - FH, Stöð 2 Sport 5
  • 21:25 Stúkan, Stöð 2 Sport 5



Fleiri fréttir

Sjá meira


×