Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. apríl 2025 20:50 Sylvía Sigríður Jónsdóttir og félagar í ÍR unnu góðan sigur í kvöld og er á leiðinni í úrslitakeppnina. Vísir/Anton ÍR sigraði Gróttu í lokaumferð Olís-deildar kvenna í kvöld með fimm marka mun, 31-26, en staðan var jöfn í hálfleik. Úrslitin þýða að Grótta er fallin úr Olís-deildinni niður í Grill-66 deildina. ÍR endar hins vegar í fimmta sæti og mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni, sem er fram undan. Fyrir lokaumferðina var staða efstu fimm liða deildarinnar ráðin og ljóst að þau myndu ekki færast til. ÍR var því fast í fimmta sætinu fyrir leik kvöldsins. Hins vegar átti enn eftir að ráðast hvar neðstu þrjú liðin myndu enda. Grótta var í fallsætinu, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV. Eina von þeirra til að halda sér uppi var með því að vinna leik kvöldsins og vona að Stjarnan næði í stig gegn Val. Skýrðist það af því að liðið stóð aðeins betur að vígi gegn ÍBV en ekki gegn Stjörnunni né ef liðin myndu enda öll jöfn að stigum, þá myndu stig í innbyrðis viðureignum allra þriggja liðanna telja og var Grótta með slakasta árangurinn þar. Leikurinn einkenndist af miklum hraða og töpuðum boltum í upphafi. Leikmenn virtust jafnvel vera yfirspenntir. Staðan 4-4 eftir tíu mínútna leik. Í kjölfarið á þessari byrjun þá náði Grótta góðum tökum á leiknum á meðan ÍR hélt áfram að tapa boltanum klaufalega og fá ódýr mörk á sig. Staðan 5-8 eftir 16. mínútur þegar ÍR tók leikhlé til þess að endurstilla sig. Ekki tókst það og komst Grótta mest í fimm marka forystu, 5-10. ÍR náði að skora sitt sjötta mark í leiknum á 20. mínútu, eftir átta mínútna markaþurrð. Í kjölfarið tók Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, leikhlé. Mjög undarleg ákvörðun virtist vera á þessum tímapunkti, liðið með fjögurra marka forystu og leikurinn í ágætis jafnvægi. Í kjölfar leikhlésins sveiflaðist leikurinn yfir til heimakvenna sem skoruðu fimm mörk í röð eftir leikhléið og voru komnar því í eins marks forystu. Það sem eftir lifði hálfleiksins fylgdust liðin að í markaskori. Staðan jöfn í hálfleik, 13-13. ÍR gaf tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og skoraði tvö mörk á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins. Grótta náði að hanga í ÍR fyrst um sinn, en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum þá hafði ÍR náð fimm marka forystu. Á þessum tímapunkti sást að nokkrir lykilleikmenn Gróttu voru orðnir þreyttir og hafði það mikil áhrif á gang mála. Einnig mátti skynja ákveðið vonleysi og örvæntingu í leik liðsins á þessum tímapunkti, enda allt útlit fyrir að liðinu tækist ekki að landa sigrinum sem það þurfti. Þessi fimm marka munur á liðunum hélst að lokum út allan leikinn og örlög beggja liða því ráðin. Atvik leiksins Leikhlé þjálfara Gróttu, Júlíusar Þóris Stefánssonar, á 20. mínútu leiksins þegar Grótta var fjórum mörkum yfir og allt lék í lyndi, var afar skrítið. Gafst þjálfurum ÍR þá annað tækifæri á skömmum tíma að stilla saman strengi og herja að forystu Gróttu sem varð raunin og hvarf forystan á örskotsstund. Stjörnur og skúrkar Lang besti leikmaður vallarins var markvörður ÍR, Ingunn María Brynjarsdóttir, en hún gjörsamlega lokaði rammanum á köflum í leiknum og endaði með 21 varið skot (48,8% markvarsla). Ekki er hægt að tala um neina skúrka í þessum leik. Leikmenn Gróttu reyndu hvað þeir gátu til þess að eiga von um að halda sér í efstu deild, en það bara hreinlega gekk ekki í kvöld. Dómarar Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson dæmdu þennan leik. Þeir létu leikinn fljóta mikið og flautuðu stundum ekki á atvik sem gjarnan er flautað á í öðrum leikjum. Annars voru engar risa ákvarðanir sem þurfti að taka og komust þeir vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það var engin stjörnumæting á þennan leik. Þó voru nokkrir vaskir ungir ÍR-ingar sem héldu uppi slagkraftinum í leiknum með bumbuslætti. Einnig má biðja Reykjavíkurborg um að aðstoða ÍR-inga í því að koma upp almennilegri blaðamannaaðstöðu í þessu nýja glæsilega húsi sem bæði hand- og körfuboltalið félagsins leika í. Sólveig Lára Kjærnested er þjálfari ÍR.vísir/Anton Sólveig Lára Kjærnested: Reyndum að nálgast þetta eins og úrslitaleik Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var sátt í leikslok þrátt fyrir að henni hafi fundist lið sitt flækja hlutina óþarflega mikið í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera að flækja hlutina óþarflega mikið og hún var líka að verja vel í fyrri hálfleik hún Andrea [markvörður Gróttu]. Sveiflukennt en mér fannst við sýna okkar rétta andlit meiri hlutann af leiknum.“ ÍR var fast í fimmta sætinu fyrir leikinn. Aðspurð hvort það hafi haft áhrif fyrir leikinn eða á meðan leik stóð þá sagðist Sólveig Lára ekki halda það. „Auðvitað á það ekki að skipta máli, en ég svo sem veit það ekki. Við settum leikinn samt upp þannig að þetta voru tveir punktar sem okkur langaði að ná í. Okkur langaði í 17 stig og vera þá jafnar Selfossi í fjórða og fimmta sæti. Þannig að við reyndum að nálgast þetta eins og úrslitaleik og vildum virkilega taka sigur.“ ÍR mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni. Sólveig Láru lýst vel á þá rimmu. „Lýst hrikalega vel á það, held það verður rosalega skemmtilegt. Leikirnir hjá þessum liðum í vetur eru búnir að vera mjög góðir og bara hátt skemmtanagildi og það er bara gaman að fara á Selfoss, þar er yfirleitt góð stemning. Ég hlakka til og ég held að áhorfendur megi líka alveg fara láta sér hlakka til.“ Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Anton Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Grótta er fallin úr Olís-deild kvenna í handbolta eftir úrslit kvöldsins í lokaumferð deildarinnar. Liðið þurfti að sigra ÍR ásamt því að vonast eftir að Stjarnan næði í stig gegn Val og ÍBV myndi tapa. Ekkert af þessu gekk eftir. Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, var nokkuð sár eftir úrslit kvöldsins, en viðureigninni gegn ÍR lauk með fimm marka tapi, 31-26, eftir að Grótta hafi leitt með fimm mörkum í fyrri hálfleik. „Ofboðslega sérstakur leikur að mörgu leyti. ÍR kannski að koma svona inn í leikinn frekar pressulaust, en vilja að sjálfsögðu vinna áður en þær koma inn í úrslitakeppni. Mér fannst við mæta bara mjög vel til leiks í raun og veru og vorum bara í dauðafæri einhvern veginn að setja þennan leik í uppnám sko. Svo töpum við einhverjum boltum og ég geri einhver mistök á bekknum og svona rúlla bara einhverjir hlutir sem verða þess valdandi að leikar standa jafnt í hálfleik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13, en Grótta var fljót að missa leikinn frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Júlíus Þórir kennir að einhverju leyti aðstæðum fyrir leik um það. „Komandi inn í þennan leik þá var dálítið erfitt að mótivera sig. Við vissum að Valur væri að öllum líkindum ekki að fara að tapa á móti Stjörnunni, það er það sem þurfti að gerast fyrir okkur og við þurftum að vinna þennan leik hérna. Við lentum bara fljótlega í, ef maður slettir, reality-checki. Mér fannst við ekkert þannig séð lakari, jú jú við erum að klikka dauðafærum og gera ýmsa hluti sem við höfum verið að gera vel og erum ekki að gera þá nægilega vel. Ég svo sem nenni ekki að spá meira í þessum leik því hann skiptir ekki máli miðað við úrslit annarra leikja.“ Grótta lýkur tímabilinu í neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV. Liðið komst einnig í undanúrslit Powerade bikarsins á þessu tímabili. Júlíus Þórir lítur stoltur til baka á tímabilið þar sem hann tók við þjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta skipti og það í krefjandi aðstæðum. „Ég er í rauninni fyrst og fremst ofboðslega stoltur af hópnum, liðinu og félaginu, því að þær hafa þurft að ganga í gegnum ýmislegt á þessu tímabili. Þjálfarinn gengur hér út úr þessu sama húsi þegar við áttum í kappi hér við ÍR síðast og ég tek við, nýráðinn aðstoðarþjálfari og aldrei þjálfað lið. Þær tækla það eins og algjörir fagmenn og við erum búin að mér finnst að bæta okkur jafnt og þétt. Förum í þessa final-four helgi sem að gefur okkur náttúrulega ofboðslega mikið, ekki bara sem lið heldur líka sem félag.“ Grótta á heima í efstu deild að mati Júlíusar Þóris. „Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað. Það gerist samt ekki á einni nóttu eða neitt slíkt en við erum allavegana að stefna að því að fara eitthvert í áttina að þessu aftur. Þannig að ég get ekki verið annað en ofboðslega stoltur af þessu tímabili.“ Í nokkrum jöfnum leikjum í vetur féllu atriði ekki með Gróttu á lokakafla leikja þar sem liðið tapaði stigum. Júlíus Þórir segir minni lið yfirleitt þurfa að glíma við slíkt. „Mér finnst í rauninni, eins og þú segir, við föllum með tveimur stigum. Við eigum innbyrðis gegn liðinu í fjórða sæti, við vinnum öll liðin fyrir ofan okkur í þessum pakka nema ÍR, svo náttúrulega ekki Val, Fram og Hauka, en þessi baráttu lið í kringum okkur. Eins og þú segir, það eru atriði sem maður hefði þegið að hefðu fallið með okkur. En þannig er það bara stundum sem lítið lið og annað að maður þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum.“ Að lokum staðfesti Júlíus Þórir að hann mun halda áfram að þjálfa lið Gróttu á næsta tímabili, þegar liðið mun leika í Grill-66 deildinni. Olís-deild kvenna Grótta ÍR
ÍR sigraði Gróttu í lokaumferð Olís-deildar kvenna í kvöld með fimm marka mun, 31-26, en staðan var jöfn í hálfleik. Úrslitin þýða að Grótta er fallin úr Olís-deildinni niður í Grill-66 deildina. ÍR endar hins vegar í fimmta sæti og mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni, sem er fram undan. Fyrir lokaumferðina var staða efstu fimm liða deildarinnar ráðin og ljóst að þau myndu ekki færast til. ÍR var því fast í fimmta sætinu fyrir leik kvöldsins. Hins vegar átti enn eftir að ráðast hvar neðstu þrjú liðin myndu enda. Grótta var í fallsætinu, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV. Eina von þeirra til að halda sér uppi var með því að vinna leik kvöldsins og vona að Stjarnan næði í stig gegn Val. Skýrðist það af því að liðið stóð aðeins betur að vígi gegn ÍBV en ekki gegn Stjörnunni né ef liðin myndu enda öll jöfn að stigum, þá myndu stig í innbyrðis viðureignum allra þriggja liðanna telja og var Grótta með slakasta árangurinn þar. Leikurinn einkenndist af miklum hraða og töpuðum boltum í upphafi. Leikmenn virtust jafnvel vera yfirspenntir. Staðan 4-4 eftir tíu mínútna leik. Í kjölfarið á þessari byrjun þá náði Grótta góðum tökum á leiknum á meðan ÍR hélt áfram að tapa boltanum klaufalega og fá ódýr mörk á sig. Staðan 5-8 eftir 16. mínútur þegar ÍR tók leikhlé til þess að endurstilla sig. Ekki tókst það og komst Grótta mest í fimm marka forystu, 5-10. ÍR náði að skora sitt sjötta mark í leiknum á 20. mínútu, eftir átta mínútna markaþurrð. Í kjölfarið tók Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, leikhlé. Mjög undarleg ákvörðun virtist vera á þessum tímapunkti, liðið með fjögurra marka forystu og leikurinn í ágætis jafnvægi. Í kjölfar leikhlésins sveiflaðist leikurinn yfir til heimakvenna sem skoruðu fimm mörk í röð eftir leikhléið og voru komnar því í eins marks forystu. Það sem eftir lifði hálfleiksins fylgdust liðin að í markaskori. Staðan jöfn í hálfleik, 13-13. ÍR gaf tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og skoraði tvö mörk á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins. Grótta náði að hanga í ÍR fyrst um sinn, en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum þá hafði ÍR náð fimm marka forystu. Á þessum tímapunkti sást að nokkrir lykilleikmenn Gróttu voru orðnir þreyttir og hafði það mikil áhrif á gang mála. Einnig mátti skynja ákveðið vonleysi og örvæntingu í leik liðsins á þessum tímapunkti, enda allt útlit fyrir að liðinu tækist ekki að landa sigrinum sem það þurfti. Þessi fimm marka munur á liðunum hélst að lokum út allan leikinn og örlög beggja liða því ráðin. Atvik leiksins Leikhlé þjálfara Gróttu, Júlíusar Þóris Stefánssonar, á 20. mínútu leiksins þegar Grótta var fjórum mörkum yfir og allt lék í lyndi, var afar skrítið. Gafst þjálfurum ÍR þá annað tækifæri á skömmum tíma að stilla saman strengi og herja að forystu Gróttu sem varð raunin og hvarf forystan á örskotsstund. Stjörnur og skúrkar Lang besti leikmaður vallarins var markvörður ÍR, Ingunn María Brynjarsdóttir, en hún gjörsamlega lokaði rammanum á köflum í leiknum og endaði með 21 varið skot (48,8% markvarsla). Ekki er hægt að tala um neina skúrka í þessum leik. Leikmenn Gróttu reyndu hvað þeir gátu til þess að eiga von um að halda sér í efstu deild, en það bara hreinlega gekk ekki í kvöld. Dómarar Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson dæmdu þennan leik. Þeir létu leikinn fljóta mikið og flautuðu stundum ekki á atvik sem gjarnan er flautað á í öðrum leikjum. Annars voru engar risa ákvarðanir sem þurfti að taka og komust þeir vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það var engin stjörnumæting á þennan leik. Þó voru nokkrir vaskir ungir ÍR-ingar sem héldu uppi slagkraftinum í leiknum með bumbuslætti. Einnig má biðja Reykjavíkurborg um að aðstoða ÍR-inga í því að koma upp almennilegri blaðamannaaðstöðu í þessu nýja glæsilega húsi sem bæði hand- og körfuboltalið félagsins leika í. Sólveig Lára Kjærnested er þjálfari ÍR.vísir/Anton Sólveig Lára Kjærnested: Reyndum að nálgast þetta eins og úrslitaleik Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var sátt í leikslok þrátt fyrir að henni hafi fundist lið sitt flækja hlutina óþarflega mikið í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera að flækja hlutina óþarflega mikið og hún var líka að verja vel í fyrri hálfleik hún Andrea [markvörður Gróttu]. Sveiflukennt en mér fannst við sýna okkar rétta andlit meiri hlutann af leiknum.“ ÍR var fast í fimmta sætinu fyrir leikinn. Aðspurð hvort það hafi haft áhrif fyrir leikinn eða á meðan leik stóð þá sagðist Sólveig Lára ekki halda það. „Auðvitað á það ekki að skipta máli, en ég svo sem veit það ekki. Við settum leikinn samt upp þannig að þetta voru tveir punktar sem okkur langaði að ná í. Okkur langaði í 17 stig og vera þá jafnar Selfossi í fjórða og fimmta sæti. Þannig að við reyndum að nálgast þetta eins og úrslitaleik og vildum virkilega taka sigur.“ ÍR mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni. Sólveig Láru lýst vel á þá rimmu. „Lýst hrikalega vel á það, held það verður rosalega skemmtilegt. Leikirnir hjá þessum liðum í vetur eru búnir að vera mjög góðir og bara hátt skemmtanagildi og það er bara gaman að fara á Selfoss, þar er yfirleitt góð stemning. Ég hlakka til og ég held að áhorfendur megi líka alveg fara láta sér hlakka til.“ Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Anton Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Grótta er fallin úr Olís-deild kvenna í handbolta eftir úrslit kvöldsins í lokaumferð deildarinnar. Liðið þurfti að sigra ÍR ásamt því að vonast eftir að Stjarnan næði í stig gegn Val og ÍBV myndi tapa. Ekkert af þessu gekk eftir. Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, var nokkuð sár eftir úrslit kvöldsins, en viðureigninni gegn ÍR lauk með fimm marka tapi, 31-26, eftir að Grótta hafi leitt með fimm mörkum í fyrri hálfleik. „Ofboðslega sérstakur leikur að mörgu leyti. ÍR kannski að koma svona inn í leikinn frekar pressulaust, en vilja að sjálfsögðu vinna áður en þær koma inn í úrslitakeppni. Mér fannst við mæta bara mjög vel til leiks í raun og veru og vorum bara í dauðafæri einhvern veginn að setja þennan leik í uppnám sko. Svo töpum við einhverjum boltum og ég geri einhver mistök á bekknum og svona rúlla bara einhverjir hlutir sem verða þess valdandi að leikar standa jafnt í hálfleik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13, en Grótta var fljót að missa leikinn frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Júlíus Þórir kennir að einhverju leyti aðstæðum fyrir leik um það. „Komandi inn í þennan leik þá var dálítið erfitt að mótivera sig. Við vissum að Valur væri að öllum líkindum ekki að fara að tapa á móti Stjörnunni, það er það sem þurfti að gerast fyrir okkur og við þurftum að vinna þennan leik hérna. Við lentum bara fljótlega í, ef maður slettir, reality-checki. Mér fannst við ekkert þannig séð lakari, jú jú við erum að klikka dauðafærum og gera ýmsa hluti sem við höfum verið að gera vel og erum ekki að gera þá nægilega vel. Ég svo sem nenni ekki að spá meira í þessum leik því hann skiptir ekki máli miðað við úrslit annarra leikja.“ Grótta lýkur tímabilinu í neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV. Liðið komst einnig í undanúrslit Powerade bikarsins á þessu tímabili. Júlíus Þórir lítur stoltur til baka á tímabilið þar sem hann tók við þjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta skipti og það í krefjandi aðstæðum. „Ég er í rauninni fyrst og fremst ofboðslega stoltur af hópnum, liðinu og félaginu, því að þær hafa þurft að ganga í gegnum ýmislegt á þessu tímabili. Þjálfarinn gengur hér út úr þessu sama húsi þegar við áttum í kappi hér við ÍR síðast og ég tek við, nýráðinn aðstoðarþjálfari og aldrei þjálfað lið. Þær tækla það eins og algjörir fagmenn og við erum búin að mér finnst að bæta okkur jafnt og þétt. Förum í þessa final-four helgi sem að gefur okkur náttúrulega ofboðslega mikið, ekki bara sem lið heldur líka sem félag.“ Grótta á heima í efstu deild að mati Júlíusar Þóris. „Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað. Það gerist samt ekki á einni nóttu eða neitt slíkt en við erum allavegana að stefna að því að fara eitthvert í áttina að þessu aftur. Þannig að ég get ekki verið annað en ofboðslega stoltur af þessu tímabili.“ Í nokkrum jöfnum leikjum í vetur féllu atriði ekki með Gróttu á lokakafla leikja þar sem liðið tapaði stigum. Júlíus Þórir segir minni lið yfirleitt þurfa að glíma við slíkt. „Mér finnst í rauninni, eins og þú segir, við föllum með tveimur stigum. Við eigum innbyrðis gegn liðinu í fjórða sæti, við vinnum öll liðin fyrir ofan okkur í þessum pakka nema ÍR, svo náttúrulega ekki Val, Fram og Hauka, en þessi baráttu lið í kringum okkur. Eins og þú segir, það eru atriði sem maður hefði þegið að hefðu fallið með okkur. En þannig er það bara stundum sem lítið lið og annað að maður þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum.“ Að lokum staðfesti Júlíus Þórir að hann mun halda áfram að þjálfa lið Gróttu á næsta tímabili, þegar liðið mun leika í Grill-66 deildinni.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti