Fótbolti

Ísak og Val­geir fögnuðu naumun sigri á móti Ís­lendinga­lausum mót­herjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf unnu mikilvægan sigur í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf unnu mikilvægan sigur í dag. Getty/Daniel Löb

Fortuna Düsseldorf hafði betur í Íslendingaslag á móti Preussen Münster í þýsku b-deildinni í fótbolta í dag.

Düsseldorf vann leikinn 1-0 á heimavelli sínum en sigurmarkið kom í fyrri hálfeiknum. Düsseldorf spilaði síðustu 22 mínútur leiksins manni færri.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðrikssonn voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf.

Preussen Münster var þó án Íslendingsins síns í leiknum því Hólmbert Aron Friðjónsson tók út leikbann í dag.

Eina mark leiksins skoraði Dawid Kownacki strax á fimmtándu mínútu og fleiri mörk litu ekki dagsins ljós.

Ísak lék allan leikinn en Valgeir var tekinn af velli á 57. mínútu. Düsseldorf missti Myron van Brederode af velli með rautt spjald á 68. mínútu.

Düsseldorf er í fimmta sæti deildarinnar en liðið þurfti á sigri að halda efir þrjú töp í síðustu fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×