„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:36 Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025 vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn. „Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
„Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira