„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:36 Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025 vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn. „Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
„Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira