Tollahækkanirnar eru mótvægisaðgerðir Evrópusambandsins við tollahækkunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutning á áli og stáli frá Evrópu. Sá tollur nemur nú 25 prósentum. Hækkanir á einhverjar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum taka gildi 16. maí og aðrar 1. desember, segir í skjalinu.
Tollarnir ná til ýmissa vara, þar á meðal demanta, eggja, tannþráða, pylsa og alifuglakjöts. Þá munu hækkanirnar ekki ná til áfengis og mjólkurvara, líkt og framkvæmdastjórnin hafði áform um í mars.
Stjórnin hét tollahækkunum á viskí upp í fimmtíu prósent, sem leiddi til þess að Trump hótaði að leggja 200 prósent tolla á innflutt áfengi frá Evrópu. Hótanirnar vöktu ugg í Frakklandi og Ítalíu, þar sem vínframleiðsla er mest í Evrópu.
Auk tollahækkananna hefur framkvæmdastjórnin hert öryggisreglur um stál frá og með 1. apríl í þeim tilgangi að draga úr innflutningi um 15 prósent. Í frétt Reuters segir að stjórnin íhugi jafnframt að opna innflutningskvóta fyrir ál.
Atkvæðagreiðsla um tillöguna meðal aðildarríkjanna er fyrirhuguð á miðvikudag.