Lífið

Slæm hár­greiðsla Steinda varð enn verri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstök aðferð til að skera hár.
Sérstök aðferð til að skera hár.

Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum voru þeir Steindi og Auddi mættir til Nepal að safna stigum í keppninni við þá Sveppa og Pétur.

Hárgreiðslur hafa verið þemað í þessari þáttaröð og fara menn í mjög misjafnar klippingar. Steindi litaði á dögunum hárið á sér blátt og fékk sér svokallaða eðluklippingu, líklega ljótasta klipping heims.

En Auðunn Blöndal vildi reyna að toppa þetta allt saman í Nepal og sendi Steinda aftur í klippingu og líklega tókst honum að finna enn ljótari stíl eins og sá má hér að neðan.

Klippa: Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.