Nú er nefnilega ljóst að það verða fleiri konur en karlar sem keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028.
Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti þetta í gær en ESPN segir frá.
Ástæðan er meðal annars sú að knattspyrnukeppni kvenna á leikunum verður stærri en samskonar keppni hjá körlunum.
📌 Just announced: The event programme of the Olympic Games @LA28 will be a powerful platform for female athletes:
— Christian Klaue (@ChKlaue) April 9, 2025
🔹 Football: for the first time in Olympic history, more women’s teams (16) than men’s (12) will compete.
🔹 Boxing: an additional women’s weight category ensures… pic.twitter.com/lP8iFuIWIt
Sextán lið munu taka þátt í kvennakeppninni en aðeins tólf hjá körlunum. Þetta var öfugt á síðustu leikum.
Þetta þýðir að þátttakendur á eikunum eftir þrjú ár verða 50,7 prósent konur og 49,3 prósent karlar. 5333 konur á móti 5167 körlum.
Það taka einnig tvö fleiri lið þátt í Sundknattleikskeppni kvenna og verða því jafnmörg lið í karla- og kvennaflokki í þeirri grein.
Nýjar íþróttir sem koma inn á leikana eru krikket, flagg fótbolti og lacrosse.
Við það bætast við fleiri karlar en konur en fyrrnefndar breytingar koma í veg fyrir að karlarnir verða aftur í meirihluta á leikunum.
“We wanted to do something to reflect that growth & equally with the United States being the home of the highest level of popularity of women’s football,” IOC sports director Kit McConnell
— AllForXI (@AllForXI) April 9, 2025
“The message of gender equality is a really important one for us."https://t.co/UFUDSvn5s0