Innlent

Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um vendingarnar á mörkuðum heimsins en Trump Bandaríkjaforseti bakkaði óvænt með tollaálögur sínar í gær að miklu leyti, í níutíu daga í það minnsta.

Hagfræðiprófessor segir að þetta gæti hafa verið hluti af úthugsaðri fléttu, eða einungis viðbrögð við hruni í kauphöllum.

Þá verður rætt við yfirlækni réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans sem segir fyrirhugaða fjölgun rýma á öryggisgeðdeild vera löngu tímabæra.

Einnig verður rætt við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands sem er í Ríkisheimsókn í Noregi þessa dagana og tæpt á deilum í þinginu þar sem stjórnarandstaðan sakaði meirihlutann í morgun um óvandaða stjórnsýslu.

Í íþróttapakka dagsins verður hinn umdeildi leikur Íslands og Ísraels gerður upp og rætt við þjálfara landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×