Fjórði sigur Úlfanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2025 15:00 Jörgen Strand Larsen hefur skorað í síðustu fjórum deildarleikjum Wolves. getty/Wolverhampton Wanderers Wolves vann 4-2 sigur á Tottenham þegar liðin áttust við á Molineux í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórði sigur Úlfanna í röð. Wolves er komið upp í 16. sæti deildarinnar og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Spurs sem er í 15. sætinu. Leikurinn var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Rayan Aït-Nouri kom Úlfunum yfir. Sjö mínútum fyrir hálfleik skoraði Djed Spence sjálfsmark og Wolves leiddi 2-0 í hálfleik. Mathys Tel minnkaði muninn á 59. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar jók Jörgen Strand Larsen muninn aftur í tvö mörk þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Aït-Nouri. Larsen hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað í fjórum leikjum í röð. Hann er fyrsti leikmaður Wolves sem afrekar þetta síðan Henri Camara gerði það tímabilið 2003-04. Only two Wolves players have scored in four consecutive Premier League games for the club:◎ Henri Camara (2004)◉ Jørgen Strand Larsen (2025)21 years apart. 👀 pic.twitter.com/vyDhgIa1j6— Squawka (@Squawka) April 13, 2025 Richarlison minnkaði muninn í 3-2 með skallamarki á 85. mínútu en aðeins mínútu síðar kom Matheus Cunha Wolves aftur tveimur mörkum yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Úlfarnir fögnuðu góðum sigri. Enski boltinn
Wolves vann 4-2 sigur á Tottenham þegar liðin áttust við á Molineux í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórði sigur Úlfanna í röð. Wolves er komið upp í 16. sæti deildarinnar og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Spurs sem er í 15. sætinu. Leikurinn var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Rayan Aït-Nouri kom Úlfunum yfir. Sjö mínútum fyrir hálfleik skoraði Djed Spence sjálfsmark og Wolves leiddi 2-0 í hálfleik. Mathys Tel minnkaði muninn á 59. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar jók Jörgen Strand Larsen muninn aftur í tvö mörk þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Aït-Nouri. Larsen hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað í fjórum leikjum í röð. Hann er fyrsti leikmaður Wolves sem afrekar þetta síðan Henri Camara gerði það tímabilið 2003-04. Only two Wolves players have scored in four consecutive Premier League games for the club:◎ Henri Camara (2004)◉ Jørgen Strand Larsen (2025)21 years apart. 👀 pic.twitter.com/vyDhgIa1j6— Squawka (@Squawka) April 13, 2025 Richarlison minnkaði muninn í 3-2 með skallamarki á 85. mínútu en aðeins mínútu síðar kom Matheus Cunha Wolves aftur tveimur mörkum yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Úlfarnir fögnuðu góðum sigri.