„Vinnan er rétt að hefjast“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. apríl 2025 16:19 Kristrún Frostadóttir formaður flutti stefnuræðu á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Hari Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar. Kristrún sagði Samfylkinguna hafa verið með plan og að nú sé hún að framkvæma þetta plan sem mótað hefði verið í umfangsmiklu samtali við almenning. Nú sé flokkurinn í forystu eftir ellefu löng ár í stjórnarandstöðu. „Við vitum að verkefninu er engan veginn lokið. Vinnan er rétt að hefjast. Og við munum halda áfram að móta flokkinn okkar þannig að við náum sem mestum árangri, byggt á hugsjónum okkar og gildum um frelsi, jafnrétti og samstöðu. Því við fórum ekki í pólitík til að fagna stundarsigri í kosningum heldur til að vinna langvarandi sigra fyrir fólkið í landinu, sem munar um í daglegu lífi,“ sagði hún. Fyrstu dagar ríkisstjórnarinnar tali sínu máli Hún sagði flokkinn starfa af auðmýkt og virðingu fyrir umbjóðendum sínum. „Því að stjórnmálaflokkar eru ólíkir og geta lagt mismikla áherslu á að þjóna þjóð sinni annars vegar eða þjóna sínum félögum hins vegar. En við berum rósina, merki jafnaðarmanna á Íslandi. Og því fylgir ábyrgð. Við berum hana aldrei sem tákn um yfirburði eða til að merkja okkur sem betri eða æðri nokkrum öðrum. Þvert á móti,“ sagði Kristrún. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í Gufunesi um helgina.Hari „Við berum rauða rós og fána Íslands til áminningar um það hverjum við þjónum, ekki sjálfum okkur heldur Íslandi og öllum þeim sem hér búa, vinnandi fólki, hvar sem það skipar sér í flokk og leik og starfi. Við erum ekki klúbbur um einkahagsmuni eða einkaáhugamál flokksfélaga. Við erum og verðum alltaf að vera Samfylking í þjónustu þjóðar,“ sagði hún. Kristrún sagði fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar segja sína sögu. Hinn almenni maður sé þegar farinn að sjá breytingar til batnaðar. „Við erum að negla niður vextina, með stóru sleggjunni. Við erum að laga ríkisfjármálin og lögfesta stöðugleikareglu, auka traust til hagstjórnar, allt eins og við sögðumst ætla að gera. Og þess vegna fara verðbólgan og vextirnir lækkandi,“ sagði hún. „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Hún sagði vinnandi fólk finna fyrir þessa í hverjum einasta mánuði og fyrirtækin í landinu einnig. „Við sögðumst ætla að innleiða almenn og réttlát auðlindagjöld. Og þetta er það sem við erum að gera. við erum að leiðrétta veiðigjöldin og það munar um minna. Næsta haust ætlum við að samþykkja ný lög um lagareldi á Íslandi, sem tryggir að nýtingarréttur í sjókvíaeldi verður tímabundinn, ekki varanlegur eins og síðasta ríkisstjórn vildi. Ströngustu umhverfiskröfum verður fylgt og þjóðin fær réttlátt gjald fyrir nýtingu á fjörðum landsins,“ sagði hún. Kristrún sagði þá að í haust verði tekin upp auðlindagjöld af orkuvinnslu sem renni að hluta til nærsamfélags, óháð eignarhaldi og hvort sem verið sé að vinna vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þá sé einnig stefnt að því að taka upp auðlindagjald með álagsstýringu í ferðaþjónustu, breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. „Þetta er spurning um að þora og gera og það verður ekki alltaf auðvelt, en við ætlum að gera þetta. Enda ætlum við að stórauka fjárfestingu í innviðum og verðmætasköpun á Íslandi. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður flokksins.Hari Hún sagði þá að loks væru hlutirnir að komast á hreyfingu í orkumálunum með víðtækum laga- og reglugerðabreytingum strax á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar sé krafan skýr: aukið orkuframboð samhliða varfærni og jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Kristrún sagði ríkisstjórnina vera að fjölga lögreglumönnum, styrkja Landhelgisgæsluna, fjármagna uppbyggingu á nýju öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni og stórauka framlög til öryggis- og varnarmála. „Og hvað með útlendingamálin? Síðasta ríkisstjórn sprengdi sjálfa sig víst vegna vandræða með útlendinga og ætlaði svo að skipa þjóðinni að kjósa um þann málaflokk. Við erum að taka á útlendingamálunum af mannúð og með skilvirkni, til að styrkja stjórnsýslu í þessum málaflokki og skapa eins breiða sátt meðal almennings og við getum. Við erum að taka sterkari stjórn á landamærunum með kröfu um að flugfélög sem lenda á Íslandi gefi upp farþegalista. Og svo mætti nú lengi telja,“ sagði hún. Vill vinna þéttar með atvinnulífinu Kristrún sagði yfirskrift landsfundarins, „Sterkari saman,“ ekki aðeins gilda um samfélagið á Íslandi heldur einnig samfélag þjóðanna í vaxandi mæli. Fjöldi viðfangsefna krefjist alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs þvert á landamæri. „Það er augljóst þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og meðal annars þess vegna erum við Íslendingar í NATO, eitt af stofnríkjum bandalagsins,“ sagði hún. „En þegar kemur að mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu mætti einnig nefna til dæmis loftslagsaðgerðir, alþjóðaviðskipti, fólksflutninga, skattamál og svo margt fleira. Og þess vegna ætlum við einmitt að gefa þjóðinni kost á að ákveða hvort farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið fyrir lok árs 2027. En við munum beita okkur fyrir því að umræðan um það verði opin og málefnaleg en ekki drifin áfram af offorsi eða einstrengingslegri pólitík,“ sagði Kristrún. Guðný Birna Guðmundsdóttir er ritari flokksins.Hari Kristrún sagðist einnig vilja stuðla að þéttara samstarfi milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í landinu. Hún vilji vinna betur með atvinnulífinu til lengri tíma. „En það gildir líka á báða bóga og saman skulum við finna taktinn í því, vegna þess að Samfylkingin er reiðubúin að bera ábyrgð á landstjórninni sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði hún. Kristrún lauk ræðunni með því að brýna það fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af verkum sínum og hvernig þeim gangi að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Kæruleysi ekki í boði „Hristum upp í kerfinu. Verum sjálfsgagnrýnin. Við megum aldrei verða varðhundar kerfisins ef það er ekki að virka fyrir venjulegt fólk,“ sagði hún. „Ríkið verður að virka og pólitíkin má ekki skiptast á milli tveggja jaðra, annars vegar þeirra sem eru lengst til hægri og vilja ekki að ríkið virki og hins vegar vinstriflokka sem verja alltaf ríkið því þeir þora ekki að hrista upp í kerfinu,“ sagði hún þá. Öfgaöfl nærist á því að ekki sé tekið fast á þeim málum sem standa fólki næst og að árangri sé náð. „Andvaraleysi og kæruleysi er ekki í boði. Ef við þorum ekki að brjóta upp og byggja aftur betur það sem er ekki að virka, þá mun ysta hægrið nærast á því og þykjast geta boðið betur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kristrún sagði Samfylkinguna hafa verið með plan og að nú sé hún að framkvæma þetta plan sem mótað hefði verið í umfangsmiklu samtali við almenning. Nú sé flokkurinn í forystu eftir ellefu löng ár í stjórnarandstöðu. „Við vitum að verkefninu er engan veginn lokið. Vinnan er rétt að hefjast. Og við munum halda áfram að móta flokkinn okkar þannig að við náum sem mestum árangri, byggt á hugsjónum okkar og gildum um frelsi, jafnrétti og samstöðu. Því við fórum ekki í pólitík til að fagna stundarsigri í kosningum heldur til að vinna langvarandi sigra fyrir fólkið í landinu, sem munar um í daglegu lífi,“ sagði hún. Fyrstu dagar ríkisstjórnarinnar tali sínu máli Hún sagði flokkinn starfa af auðmýkt og virðingu fyrir umbjóðendum sínum. „Því að stjórnmálaflokkar eru ólíkir og geta lagt mismikla áherslu á að þjóna þjóð sinni annars vegar eða þjóna sínum félögum hins vegar. En við berum rósina, merki jafnaðarmanna á Íslandi. Og því fylgir ábyrgð. Við berum hana aldrei sem tákn um yfirburði eða til að merkja okkur sem betri eða æðri nokkrum öðrum. Þvert á móti,“ sagði Kristrún. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í Gufunesi um helgina.Hari „Við berum rauða rós og fána Íslands til áminningar um það hverjum við þjónum, ekki sjálfum okkur heldur Íslandi og öllum þeim sem hér búa, vinnandi fólki, hvar sem það skipar sér í flokk og leik og starfi. Við erum ekki klúbbur um einkahagsmuni eða einkaáhugamál flokksfélaga. Við erum og verðum alltaf að vera Samfylking í þjónustu þjóðar,“ sagði hún. Kristrún sagði fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar segja sína sögu. Hinn almenni maður sé þegar farinn að sjá breytingar til batnaðar. „Við erum að negla niður vextina, með stóru sleggjunni. Við erum að laga ríkisfjármálin og lögfesta stöðugleikareglu, auka traust til hagstjórnar, allt eins og við sögðumst ætla að gera. Og þess vegna fara verðbólgan og vextirnir lækkandi,“ sagði hún. „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Hún sagði vinnandi fólk finna fyrir þessa í hverjum einasta mánuði og fyrirtækin í landinu einnig. „Við sögðumst ætla að innleiða almenn og réttlát auðlindagjöld. Og þetta er það sem við erum að gera. við erum að leiðrétta veiðigjöldin og það munar um minna. Næsta haust ætlum við að samþykkja ný lög um lagareldi á Íslandi, sem tryggir að nýtingarréttur í sjókvíaeldi verður tímabundinn, ekki varanlegur eins og síðasta ríkisstjórn vildi. Ströngustu umhverfiskröfum verður fylgt og þjóðin fær réttlátt gjald fyrir nýtingu á fjörðum landsins,“ sagði hún. Kristrún sagði þá að í haust verði tekin upp auðlindagjöld af orkuvinnslu sem renni að hluta til nærsamfélags, óháð eignarhaldi og hvort sem verið sé að vinna vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þá sé einnig stefnt að því að taka upp auðlindagjald með álagsstýringu í ferðaþjónustu, breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. „Þetta er spurning um að þora og gera og það verður ekki alltaf auðvelt, en við ætlum að gera þetta. Enda ætlum við að stórauka fjárfestingu í innviðum og verðmætasköpun á Íslandi. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður flokksins.Hari Hún sagði þá að loks væru hlutirnir að komast á hreyfingu í orkumálunum með víðtækum laga- og reglugerðabreytingum strax á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar sé krafan skýr: aukið orkuframboð samhliða varfærni og jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Kristrún sagði ríkisstjórnina vera að fjölga lögreglumönnum, styrkja Landhelgisgæsluna, fjármagna uppbyggingu á nýju öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni og stórauka framlög til öryggis- og varnarmála. „Og hvað með útlendingamálin? Síðasta ríkisstjórn sprengdi sjálfa sig víst vegna vandræða með útlendinga og ætlaði svo að skipa þjóðinni að kjósa um þann málaflokk. Við erum að taka á útlendingamálunum af mannúð og með skilvirkni, til að styrkja stjórnsýslu í þessum málaflokki og skapa eins breiða sátt meðal almennings og við getum. Við erum að taka sterkari stjórn á landamærunum með kröfu um að flugfélög sem lenda á Íslandi gefi upp farþegalista. Og svo mætti nú lengi telja,“ sagði hún. Vill vinna þéttar með atvinnulífinu Kristrún sagði yfirskrift landsfundarins, „Sterkari saman,“ ekki aðeins gilda um samfélagið á Íslandi heldur einnig samfélag þjóðanna í vaxandi mæli. Fjöldi viðfangsefna krefjist alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs þvert á landamæri. „Það er augljóst þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og meðal annars þess vegna erum við Íslendingar í NATO, eitt af stofnríkjum bandalagsins,“ sagði hún. „En þegar kemur að mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu mætti einnig nefna til dæmis loftslagsaðgerðir, alþjóðaviðskipti, fólksflutninga, skattamál og svo margt fleira. Og þess vegna ætlum við einmitt að gefa þjóðinni kost á að ákveða hvort farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið fyrir lok árs 2027. En við munum beita okkur fyrir því að umræðan um það verði opin og málefnaleg en ekki drifin áfram af offorsi eða einstrengingslegri pólitík,“ sagði Kristrún. Guðný Birna Guðmundsdóttir er ritari flokksins.Hari Kristrún sagðist einnig vilja stuðla að þéttara samstarfi milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í landinu. Hún vilji vinna betur með atvinnulífinu til lengri tíma. „En það gildir líka á báða bóga og saman skulum við finna taktinn í því, vegna þess að Samfylkingin er reiðubúin að bera ábyrgð á landstjórninni sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði hún. Kristrún lauk ræðunni með því að brýna það fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af verkum sínum og hvernig þeim gangi að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Kæruleysi ekki í boði „Hristum upp í kerfinu. Verum sjálfsgagnrýnin. Við megum aldrei verða varðhundar kerfisins ef það er ekki að virka fyrir venjulegt fólk,“ sagði hún. „Ríkið verður að virka og pólitíkin má ekki skiptast á milli tveggja jaðra, annars vegar þeirra sem eru lengst til hægri og vilja ekki að ríkið virki og hins vegar vinstriflokka sem verja alltaf ríkið því þeir þora ekki að hrista upp í kerfinu,“ sagði hún þá. Öfgaöfl nærist á því að ekki sé tekið fast á þeim málum sem standa fólki næst og að árangri sé náð. „Andvaraleysi og kæruleysi er ekki í boði. Ef við þorum ekki að brjóta upp og byggja aftur betur það sem er ekki að virka, þá mun ysta hægrið nærast á því og þykjast geta boðið betur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira