Fjárfestar margfölduðu skortstöður í bréfum Alvotech í aðdraganda uppgjörs

Á fáeinum mánuðum jókst umfang skortsölu með hlutabréf í Alvotech á markaði í Bandaríkjunum um liðlega sjöfalt og var í hæstu hæðum þegar félagið birti ársuppgjör sitt og uppfærða afkomuspá, sem var undir væntingum fjárfesta, í lok mars. Veðmál þeirra fjárfesta, sem var ágætlega stórt í hlutfalli við frjálst flot á bréfunum vestanhafs, hefur gefist vel en hlutabréfaverð Alvotech hefur lækkað um nærri þriðjung frá þeim tíma.
Tengdar fréttir

Tekjurnar af Stelara féllu um þriðjung með innkomu líftæknilyfja í Evrópu
Framleiðandi frumlyfsins Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sá sölutekjur sínar skreppa saman um tugi prósenta utan Bandaríkjanna í lok ársins 2024 þegar keppinautar á borð við Alvotech komu inn á markaðinn í Evrópu með líftæknilyfjahliðstæður. Eftir mestu er hins vegar að slægjast á Bandaríkjamarkaði sem opnaðist í byrjun ársins fyrir hliðstæður við Stelara en hversu stóran bita þeim tekst að fá af kökunni mun meðal annars ráðast af verðstefnu Johnson & Johnson þegar nýir leikendur mæta á sviðið.