Íslenski boltinn

„Vil­hjálmur Birgis­son vill meina að hann hafi upp­götvað mig sem þjálfara“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vilhjálmur Birgisson hafði mikla trú á tvíburunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum sem þjálfurum. Arnar er núna þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Vilhjálmur Birgisson hafði mikla trú á tvíburunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum sem þjálfurum. Arnar er núna þjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/hulda margrét/vilhelm

Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni.

Farið var yfir fyrstu skref Arnars og Bjarka í þjálfun sumarið 2006 í þriðja þætti A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna.

Illa gekk hjá ÍA í upphafi tímabils 2006 og Ólafur Þórðarson hætti sem þjálfari liðsins. Við starfi hans tóku Arnar og Bjarki, blautir á bak við eyrun í þjálfarabransanum.

„Við vorum bara langt frá þeirri hugsun að vera þjálfarar. Datt það ekki í hug. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B.

„Mig minnir að Vilhjálmur Birgisson, núverandi verkalýðsfrömuður, hafi verið með mesta drifkraftinn á bak við þessa hugmynd, að við myndum taka við,“ sagði Arnar. 

„Hann sá greinilega eitthvað í okkur sem við sáum ekki,“ bætti Bjarki við.

„Hann vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara,“ sagði Arnar og hló.

Klippa: A&B - tóku óvænt við ÍA 2006

ÍA lenti í 6. sæti efstu deildar sumarið 2006 en eftir það tók Guðjón Þórðarson við liðinu. Arnar og Bjarki fóru í kjölfarið til FH. Þeir tóku aftur við þjálfun ÍA um mitt tímabil 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og hættu svo um mitt sumar 2009. 

Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport sunnudaginn 27. apríl.


Tengdar fréttir

Snéru heim eins og rokk­stjörnur og komust á súluna á Astró

„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×