Meistaradeildarvonir Alberts og fé­laga vænkast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson á ferðinni í leiknum á Sardegna Arena í dag.
Albert Guðmundsson á ferðinni í leiknum á Sardegna Arena í dag. getty/Enrico Locci

Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Fiorentina sem vann 1-2 útisigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn átti að fara fram á annan í páskum en var frestað vegna fráfalls Frans páfa.

Leikið var á Sardiníu í dag og höfðu Albert og félagar betur, 1-2. Roberto Piccoli kom Cagliari yfir á 7. mínútu en Robin Gosens jafnaði fyrir Fiorentina á 36. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Lucas Beltrán svo sigurmark gestanna frá Flórens.

Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar, nú með 56 stig, fjórum stigum frá 4. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Fimm umferðum er ólokið.

Juventus átti möguleika á að komast upp í 4. sætið en tapaði 1-0 fyrir Parma á útivelli í dag.

Juventus er með 59 stig í 5. sæti deildarinnar, jafn mörg og Lazio sem er í 6. sætinu. Lazio sigraði Genoa, 0-2. Þá lagði Torino Udinese að velli, 2-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira