Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 12:05 Fjölmenn mótmæli brutust út á Gasa 26. mars síðastliðinn. Getty Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira