Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar 30. apríl 2025 08:00 Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun