Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 28. apríl 2025 21:27 Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun