Lífið

Skúli og Gríma fengu sér hund

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Skúli og Gríma byrjuðu saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi.
Skúli og Gríma byrjuðu saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi.

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen, eru búin að fá sér hund. Gríma birti mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum á Instagram-síðu sinni í gær.

„Nýjasti og vinsælasti fjölskyldumeðlimurinn,“ skrifaði Gríma við færsluna. Þar má sjá myndir af ferfætlingnum, sem er tík og hefur fengið nafnið Cupu, að því er kemur fram í ummælum við myndina.

Skúli og Gríma hafa verið saman frá 2017. Parið á saman tvo syni, Jaka, sem verður fimm ára þann 4. maí næstkomandi, og Storm, sem varð þriggja ára í september.

Tuttugu og þrjú ár skilja parið að í aldri en Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991. Skúli á þrjú börn úr fyrra sambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.