Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að auðvelt hafi verið að fá fólk í 25 stöður hjá fyrirtækinu. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar hefur hins vegar allt aðra reynslu. Vísir Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. Við sögðum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustuna og erfitt hafi verið að fylla í stöður þar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk á atvinnuleysisskrá sé jafnvel að hafna störfum. Sviðsstjóri hjá ASÍ sagði hins vegar í fréttum okkar á föstudag að það væri ólíklegt því fólk verði fyrir svo mikilli tekjuskerðingu að vera á atvinnuleysisbótum. Að meðaltali hafi hún verið um 37% í kórónuveirufaraldrinum. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar sagði í þættinum Bítinu í morgun á Bylgjunni að líklega væru einhverjir að misnota atvinnuleysisbótakerfið. Hann tók dæmi þar sem fyrirtækið þurfti að ráða fólk á Norðurlandi. Það hefði fengið lista yfir 10 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim hafi einn verið búinn að fá vinnu, þrír ekki uppfyllt skilyrði, einn verið erlendis og ekki haft áhuga á starfi, fjórir hafi ekki sýnt neinn áhuga og bílaleigunni hafi aðeins tekist að ráða einn einstakling af listanum. „Það eru greinilega alltof margir þarna úti sem eru að misnota þetta. Mér finnst algjörlega galið að fólk geti leitað að vinnu en sé ekki einu sinni á landinu,“ sagði Steingrímur í Bítinu í morgun. Steingrímur telur að mögulega séu atvinnuleysisbætur of háar. „Hvatinn til að vinna er ekki nægur. Við auglýstum t.d. á vef Vinnumálastofnunar eftir starfi á Reykjanesi sú auglýsing er búin að vera þar í 4 vikur. Það hafa tveir sótt um, annar fékk vinnu strax hinn talaði ekki íslensku eða ensku og ætlaði að hringja til baka en hefur ekki gert það,“ segir Steingrímur. Strætó hefur gengið vel að ráða Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir þetta ekki vera sína reynslu. Strætó hafi þurft að ráða 25 manns til starfa síðustu vikur vegna styttingu vinnuvikunnar og sumarstarfa og m.a.til Vinnumálastofnunar eftir fólki. Það hafi gengið afar vel. Strætó er vinsæll vinnustaður miðað við svör framkvæmdastjórans.Vísir/vilhelm „Bara mjög vel þetta er sami hópur og hefur starfað í ferðaþjónustunni. Og ég held að þó að það séu bjartari tímar framundan í ferðaþjónustu er óvissa og ég held að margir velji að ráða sig í starf sem er þá meira varanlegt,“ segir Jóhannes. Meðallaun 600 þúsund hjá nýjum atvinnubílstjórum Strætó Þá segir hann að mögulega séu launin ágæt hjá fyrirtækinu. Hann segir að grunnlaun atvinnubílstjóra séu um og yfir 400 þúsund krónur á mánuði, við það bætist vaktavinna þannig að meðallaunin geti farið í 600 þúsund. Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar sagði í Bítinu fyrirtækið bjóða um 355-370 þúsund krónur í grunnlaun. Ofan á bætist eftirvinna og yfirvinna þannig að algeng heildarlaun hjá Bílaleigu Akureyrar séu um 450-500 þúsund krónur. Fullar atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Strætó Bílaleigur Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01 „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Við sögðum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustuna og erfitt hafi verið að fylla í stöður þar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk á atvinnuleysisskrá sé jafnvel að hafna störfum. Sviðsstjóri hjá ASÍ sagði hins vegar í fréttum okkar á föstudag að það væri ólíklegt því fólk verði fyrir svo mikilli tekjuskerðingu að vera á atvinnuleysisbótum. Að meðaltali hafi hún verið um 37% í kórónuveirufaraldrinum. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar sagði í þættinum Bítinu í morgun á Bylgjunni að líklega væru einhverjir að misnota atvinnuleysisbótakerfið. Hann tók dæmi þar sem fyrirtækið þurfti að ráða fólk á Norðurlandi. Það hefði fengið lista yfir 10 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim hafi einn verið búinn að fá vinnu, þrír ekki uppfyllt skilyrði, einn verið erlendis og ekki haft áhuga á starfi, fjórir hafi ekki sýnt neinn áhuga og bílaleigunni hafi aðeins tekist að ráða einn einstakling af listanum. „Það eru greinilega alltof margir þarna úti sem eru að misnota þetta. Mér finnst algjörlega galið að fólk geti leitað að vinnu en sé ekki einu sinni á landinu,“ sagði Steingrímur í Bítinu í morgun. Steingrímur telur að mögulega séu atvinnuleysisbætur of háar. „Hvatinn til að vinna er ekki nægur. Við auglýstum t.d. á vef Vinnumálastofnunar eftir starfi á Reykjanesi sú auglýsing er búin að vera þar í 4 vikur. Það hafa tveir sótt um, annar fékk vinnu strax hinn talaði ekki íslensku eða ensku og ætlaði að hringja til baka en hefur ekki gert það,“ segir Steingrímur. Strætó hefur gengið vel að ráða Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir þetta ekki vera sína reynslu. Strætó hafi þurft að ráða 25 manns til starfa síðustu vikur vegna styttingu vinnuvikunnar og sumarstarfa og m.a.til Vinnumálastofnunar eftir fólki. Það hafi gengið afar vel. Strætó er vinsæll vinnustaður miðað við svör framkvæmdastjórans.Vísir/vilhelm „Bara mjög vel þetta er sami hópur og hefur starfað í ferðaþjónustunni. Og ég held að þó að það séu bjartari tímar framundan í ferðaþjónustu er óvissa og ég held að margir velji að ráða sig í starf sem er þá meira varanlegt,“ segir Jóhannes. Meðallaun 600 þúsund hjá nýjum atvinnubílstjórum Strætó Þá segir hann að mögulega séu launin ágæt hjá fyrirtækinu. Hann segir að grunnlaun atvinnubílstjóra séu um og yfir 400 þúsund krónur á mánuði, við það bætist vaktavinna þannig að meðallaunin geti farið í 600 þúsund. Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar sagði í Bítinu fyrirtækið bjóða um 355-370 þúsund krónur í grunnlaun. Ofan á bætist eftirvinna og yfirvinna þannig að algeng heildarlaun hjá Bílaleigu Akureyrar séu um 450-500 þúsund krónur. Fullar atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Strætó Bílaleigur Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01 „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01