Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. desember 2021 10:00 Lil Curly er með 1,1 milljón fylgjendur á TikTok. Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. „London hentaði mér bara ekki akkúrat núna. Ég var rosa mikið bara einn og það hentar ekki TikTok efninu mínu. Ég er sjaldan einn í myndböndunum mínum, ég er alltaf með fólk með mér. Það er það sem mér finnst gaman við þetta. Ég hefði alveg getað grætt á því að taka upp myndbönd einn í London en þá er þetta bara ekkert skemmtilegt lengur,“ útskýrir Curly. Vísir greindi frá því í september þegar Curly flutti út ásamt áhrifavaldinum Emblu Wigum og athafnamanninum Nökkva Fjalari en þau tvö ætla að búa áfram í London. Sjá einnig: Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Curly segir þó aldrei að vita hvað framtíðin beri í skauti sér, kannski flytji hann aftur til London eftir einhvern tíma en mögulega fari hann til Los Angeles. „Ég ætla bara að verða frægur, það er markmiðið. Að verða bullandi frægur og kannski finna ástina og svo kannski verða nógu frægur til að geta flutt til L.A. og búið þar í sól og blíðu með fullt af frægu fólki. L.A. er svona staðurinn þar sem flestar TikTok-stjörnur búa.“ „Það sem er heillandi við að vera frægur er bara að fá frítt dót og geta unnið við það sem mig langar og geta bara verið með strákunum og vinkonum allan daginn að gera hitt og þetta. Það er í rauninni bara málið sko.“ TikTok-ferillinn hófst á B5 Hann hefur nú verið í fullu starfi við að gera TikTok-myndbönd í um eitt og hálft ár og segir hann frá því hvernig ferillinn byrjaði á skemmtistaðnum B5. „Ég byrjaði bara sem flöskustrákur á B5 en fékk svo að DJ-a þar árið 2018 og þar byrjaði þetta allt saman. Þar tók ég upp fyrsta myndbandið mitt sem fór viral.“ Eftir að Curly birti umrætt myndband fékk hann um 130 þúsund fylgjendur. Í kjölfarið ákvað hann að gefa í og einbeita sér að TikTok-ferlinum fyrir alvöru. Á þessum tíma var hann einnig í flugnámi en hætti í því um leið og hann sá möguleika á miðlinum. „Mér fannst heldur ekkert gaman í flugnáminu en ég er samt einkaflugmaður. Ég var í atvinnuflugmanninum þegar ég hætti. Þetta var ekki alveg fyrir kallinn.“ Curly segir London vera frábæra borg en hún hafi ekki hentað honum. Bílamyndböndin leynivopn Curly er 23 ára gamall og er í dag með 1,1 milljón fylgjendur. Síðustu mánuði hefur bæst verulega í hópinn og fékk hann 300 þúsund fylgjendur á skömmum tíma eftir að hann flutti aftur heim til Íslands. „Ég gerði nokkur viral myndbönd í röð. Eitt þeirra fékk 21 milljón áhorf, eitt 15 milljónir, tvö fengu sex milljónir og það síðasta fékk 23 milljónir. Með öllu þessu áhorfi komu allir þessir nýju fylgjendur.“ Hann segir það oftast algjörlega ófyrirsjáanlegt hvaða myndbönd slá í gegn. Hann eigi sér hins vegar ákveðið leynivopn sem klikkar sjaldan. Það eru svokölluð „carpool“ myndbönd þar sem hann keyrir framhjá fólki, skrúfar niður rúðurnar og syngur lag í von um að þau geti botnað textann. Þau myndbönd skila honum alltaf miklu áhorfi og nýjum fylgjendum. „Ég er að fá svona fimm þúsund fylgjendur á dag núna á meðan það er góð vertíð.“ @lilcurlyhaha Thx for 1M Best of It s your birthday In Da Club - 50 Cent En hvaða ráð getur Curly gefið þeim sem vilja reyna fyrir sér á TikTok? „Að nota einhver trending sound. Það eru alltaf svona þrjú sound í hverri viku sem trenda. Ef þú vilt fara auto viral þá gætirðu alltaf gert einhvern svona hrekk, þar sem þú hrekkir til dæmis mömmu þína og dettur svo. Þetta þarf samt að vera náttúrulegt, því minna sviðsett sem það er því betra. Svo er alltaf betra að hafa annað fólk með þér. Þannig nota trending sound, finna fólk og vona það besta! Ég myndi bara taka upp eins mikið af myndböndum og þú getur og pósta því öllu. Svo þegar eitthvað eitt virkar þá myndi ég bara hoppa á þann vagn og spamma því.“ Sjálfur talar hann aldrei íslensku í myndböndum sínum heldur sníður hann myndböndin fyrir alþjóðlegan markað. Enda eru Íslendingar aðeins um 4% af hans fylgjendum, flestir eru frá Bandaríkjunum eða Bretlandi. „En þó þetta séu „bara“ um 40 þúsund Íslendingar sem eru að fylgja mér, þá eru kannski 100 þúsund Íslendingar sem horfa á myndböndin. Fólk þarf nefnilega ekkert að vera að fylgja þér til þess að horfa.“ Var til í að gera hvað sem er fyrir áhorf Curly segist hafa verið mjög upptekinn af áhorfstölum og lækum til að byrja með en spáir minna í því núna. „En þetta er náttúrlega það sem ég fæ greitt fyrir þannig ég þarf alveg að hafa þetta á bak við eyrað. En ég er kannski ekki að selja mig jafn mikið fyrir áhorfstölur eins og ég var að gera. Í byrjun var ég bara alveg til í hvað sem er fyrir áhorf.“ Hann segist ekki taka því sérstaklega nærri sér ef myndband fær minna áhorf en hann bjóst við, en það geti verið svekkjandi ef hann hefur lagt mikla vinnu í myndbandið. Á bak við hvert „carpool“ myndband getur verið heill dagur í vinnu, þrátt fyrir að myndböndin séu ekki nema fimm mínútur. „TikTok er bara svo grillað. Þau ákveða bara hvað hver og einn sér. Stundum legg ég kannski ótrúlega mikla vinnu í eitthvað myndband og það getur fengið fimmtán þúsund áhorf á meðan eitthvað heimskulegt myndband sem meikar engan sense getur fengið 50 milljónir. Það er eiginlega bara þannig að því heimskulegra sem efnið er því betra“ @lilcurlyhaha Just moved to London @emblawigum @brynhildurgunnlaugss @lildracohaha original sound - Rachel Andrew Markmiðið að gefa frá sér góða strauma Curly segist ekki ákveða efnið sitt með miklum fyrirvara, heldur séu flest myndböndin tekin upp í skyndi. En hvernig er hefðbundinn vinnudagur hjá TikTok-stjörnu? „Ég ákveð efnið í mesta lagi deginum áður. Ég vakna og reyni að fara í gymið fyrir hádegi. Svo tek ég upp efni fyrir sólsetur sem er klukkan þrjú þessa dagana. Eftir það fer ég svo bara eitthvað að chilla með strákunum og klippa myndbönd.“ „Ég vinn eiginlega mesta mína vinnu bara uppi í rúmi.“ Curly segist aldrei hafa fengið leið á TikTok og segir þetta alltaf vera jafn skemmtilegt. Hann sér fyrir sér að hann verði ennþá að gera myndbönd eftir fimm ár, en þá vonandi staddur í L.A. eða jafnvel Afríku þar sem hann væri til í að búa í Safari garði. „Það sem ég elska við þetta er að ég er bara að gefa frá mér góða strauma. Þó þessi myndbönd séu oft alveg tilgangslaus, þá er mitt meginmarkmið bara að vera í stuði og senda frá mér góðar víbrur.“ Curly dreymir um að flytja til Los Angeles eða Afríku. Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Bretland TikTok Tengdar fréttir „Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2. október 2021 07:01 Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01 Lil Curly blæs á kjaftasögurnar: Er ekki að deita Birgittu Líf Samfélagsmiðlastjarnan og plötusnúðurinn Arnar Gauti Arnarson, betur þekktur sem Lil Curly, er gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu BLÖkastið sem kemur út síðar í dag. Hann er með yfir 780 þúsund fylgjendur á TikTok. 17. ágúst 2021 13:31 Arnar Gauti ósáttur við Mannlíf og segir þetta leikið myndband TikTok stjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly á samfélagsmiðlinum, er ósáttur umfjöllun Mannlífs um myndbandið hans. Þar er TikTok myndband hans frá B5 sagt „gróft og fyrirsögn fréttarinnar er Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur.“ 25. ágúst 2020 14:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„London hentaði mér bara ekki akkúrat núna. Ég var rosa mikið bara einn og það hentar ekki TikTok efninu mínu. Ég er sjaldan einn í myndböndunum mínum, ég er alltaf með fólk með mér. Það er það sem mér finnst gaman við þetta. Ég hefði alveg getað grætt á því að taka upp myndbönd einn í London en þá er þetta bara ekkert skemmtilegt lengur,“ útskýrir Curly. Vísir greindi frá því í september þegar Curly flutti út ásamt áhrifavaldinum Emblu Wigum og athafnamanninum Nökkva Fjalari en þau tvö ætla að búa áfram í London. Sjá einnig: Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Curly segir þó aldrei að vita hvað framtíðin beri í skauti sér, kannski flytji hann aftur til London eftir einhvern tíma en mögulega fari hann til Los Angeles. „Ég ætla bara að verða frægur, það er markmiðið. Að verða bullandi frægur og kannski finna ástina og svo kannski verða nógu frægur til að geta flutt til L.A. og búið þar í sól og blíðu með fullt af frægu fólki. L.A. er svona staðurinn þar sem flestar TikTok-stjörnur búa.“ „Það sem er heillandi við að vera frægur er bara að fá frítt dót og geta unnið við það sem mig langar og geta bara verið með strákunum og vinkonum allan daginn að gera hitt og þetta. Það er í rauninni bara málið sko.“ TikTok-ferillinn hófst á B5 Hann hefur nú verið í fullu starfi við að gera TikTok-myndbönd í um eitt og hálft ár og segir hann frá því hvernig ferillinn byrjaði á skemmtistaðnum B5. „Ég byrjaði bara sem flöskustrákur á B5 en fékk svo að DJ-a þar árið 2018 og þar byrjaði þetta allt saman. Þar tók ég upp fyrsta myndbandið mitt sem fór viral.“ Eftir að Curly birti umrætt myndband fékk hann um 130 þúsund fylgjendur. Í kjölfarið ákvað hann að gefa í og einbeita sér að TikTok-ferlinum fyrir alvöru. Á þessum tíma var hann einnig í flugnámi en hætti í því um leið og hann sá möguleika á miðlinum. „Mér fannst heldur ekkert gaman í flugnáminu en ég er samt einkaflugmaður. Ég var í atvinnuflugmanninum þegar ég hætti. Þetta var ekki alveg fyrir kallinn.“ Curly segir London vera frábæra borg en hún hafi ekki hentað honum. Bílamyndböndin leynivopn Curly er 23 ára gamall og er í dag með 1,1 milljón fylgjendur. Síðustu mánuði hefur bæst verulega í hópinn og fékk hann 300 þúsund fylgjendur á skömmum tíma eftir að hann flutti aftur heim til Íslands. „Ég gerði nokkur viral myndbönd í röð. Eitt þeirra fékk 21 milljón áhorf, eitt 15 milljónir, tvö fengu sex milljónir og það síðasta fékk 23 milljónir. Með öllu þessu áhorfi komu allir þessir nýju fylgjendur.“ Hann segir það oftast algjörlega ófyrirsjáanlegt hvaða myndbönd slá í gegn. Hann eigi sér hins vegar ákveðið leynivopn sem klikkar sjaldan. Það eru svokölluð „carpool“ myndbönd þar sem hann keyrir framhjá fólki, skrúfar niður rúðurnar og syngur lag í von um að þau geti botnað textann. Þau myndbönd skila honum alltaf miklu áhorfi og nýjum fylgjendum. „Ég er að fá svona fimm þúsund fylgjendur á dag núna á meðan það er góð vertíð.“ @lilcurlyhaha Thx for 1M Best of It s your birthday In Da Club - 50 Cent En hvaða ráð getur Curly gefið þeim sem vilja reyna fyrir sér á TikTok? „Að nota einhver trending sound. Það eru alltaf svona þrjú sound í hverri viku sem trenda. Ef þú vilt fara auto viral þá gætirðu alltaf gert einhvern svona hrekk, þar sem þú hrekkir til dæmis mömmu þína og dettur svo. Þetta þarf samt að vera náttúrulegt, því minna sviðsett sem það er því betra. Svo er alltaf betra að hafa annað fólk með þér. Þannig nota trending sound, finna fólk og vona það besta! Ég myndi bara taka upp eins mikið af myndböndum og þú getur og pósta því öllu. Svo þegar eitthvað eitt virkar þá myndi ég bara hoppa á þann vagn og spamma því.“ Sjálfur talar hann aldrei íslensku í myndböndum sínum heldur sníður hann myndböndin fyrir alþjóðlegan markað. Enda eru Íslendingar aðeins um 4% af hans fylgjendum, flestir eru frá Bandaríkjunum eða Bretlandi. „En þó þetta séu „bara“ um 40 þúsund Íslendingar sem eru að fylgja mér, þá eru kannski 100 þúsund Íslendingar sem horfa á myndböndin. Fólk þarf nefnilega ekkert að vera að fylgja þér til þess að horfa.“ Var til í að gera hvað sem er fyrir áhorf Curly segist hafa verið mjög upptekinn af áhorfstölum og lækum til að byrja með en spáir minna í því núna. „En þetta er náttúrlega það sem ég fæ greitt fyrir þannig ég þarf alveg að hafa þetta á bak við eyrað. En ég er kannski ekki að selja mig jafn mikið fyrir áhorfstölur eins og ég var að gera. Í byrjun var ég bara alveg til í hvað sem er fyrir áhorf.“ Hann segist ekki taka því sérstaklega nærri sér ef myndband fær minna áhorf en hann bjóst við, en það geti verið svekkjandi ef hann hefur lagt mikla vinnu í myndbandið. Á bak við hvert „carpool“ myndband getur verið heill dagur í vinnu, þrátt fyrir að myndböndin séu ekki nema fimm mínútur. „TikTok er bara svo grillað. Þau ákveða bara hvað hver og einn sér. Stundum legg ég kannski ótrúlega mikla vinnu í eitthvað myndband og það getur fengið fimmtán þúsund áhorf á meðan eitthvað heimskulegt myndband sem meikar engan sense getur fengið 50 milljónir. Það er eiginlega bara þannig að því heimskulegra sem efnið er því betra“ @lilcurlyhaha Just moved to London @emblawigum @brynhildurgunnlaugss @lildracohaha original sound - Rachel Andrew Markmiðið að gefa frá sér góða strauma Curly segist ekki ákveða efnið sitt með miklum fyrirvara, heldur séu flest myndböndin tekin upp í skyndi. En hvernig er hefðbundinn vinnudagur hjá TikTok-stjörnu? „Ég ákveð efnið í mesta lagi deginum áður. Ég vakna og reyni að fara í gymið fyrir hádegi. Svo tek ég upp efni fyrir sólsetur sem er klukkan þrjú þessa dagana. Eftir það fer ég svo bara eitthvað að chilla með strákunum og klippa myndbönd.“ „Ég vinn eiginlega mesta mína vinnu bara uppi í rúmi.“ Curly segist aldrei hafa fengið leið á TikTok og segir þetta alltaf vera jafn skemmtilegt. Hann sér fyrir sér að hann verði ennþá að gera myndbönd eftir fimm ár, en þá vonandi staddur í L.A. eða jafnvel Afríku þar sem hann væri til í að búa í Safari garði. „Það sem ég elska við þetta er að ég er bara að gefa frá mér góða strauma. Þó þessi myndbönd séu oft alveg tilgangslaus, þá er mitt meginmarkmið bara að vera í stuði og senda frá mér góðar víbrur.“ Curly dreymir um að flytja til Los Angeles eða Afríku.
Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Bretland TikTok Tengdar fréttir „Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2. október 2021 07:01 Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01 Lil Curly blæs á kjaftasögurnar: Er ekki að deita Birgittu Líf Samfélagsmiðlastjarnan og plötusnúðurinn Arnar Gauti Arnarson, betur þekktur sem Lil Curly, er gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu BLÖkastið sem kemur út síðar í dag. Hann er með yfir 780 þúsund fylgjendur á TikTok. 17. ágúst 2021 13:31 Arnar Gauti ósáttur við Mannlíf og segir þetta leikið myndband TikTok stjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly á samfélagsmiðlinum, er ósáttur umfjöllun Mannlífs um myndbandið hans. Þar er TikTok myndband hans frá B5 sagt „gróft og fyrirsögn fréttarinnar er Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur.“ 25. ágúst 2020 14:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2. október 2021 07:01
Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01
Lil Curly blæs á kjaftasögurnar: Er ekki að deita Birgittu Líf Samfélagsmiðlastjarnan og plötusnúðurinn Arnar Gauti Arnarson, betur þekktur sem Lil Curly, er gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu BLÖkastið sem kemur út síðar í dag. Hann er með yfir 780 þúsund fylgjendur á TikTok. 17. ágúst 2021 13:31
Arnar Gauti ósáttur við Mannlíf og segir þetta leikið myndband TikTok stjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly á samfélagsmiðlinum, er ósáttur umfjöllun Mannlífs um myndbandið hans. Þar er TikTok myndband hans frá B5 sagt „gróft og fyrirsögn fréttarinnar er Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur.“ 25. ágúst 2020 14:00
Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30
„Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30