Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 23:37 Scott er hér á tónleikunum örlagaríku um helgina, þar sem átta létu lífið. Rick Kern/Getty Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00