Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 10:28 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira