Lífið

Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue

Elísabet Hanna skrifar
Timothée Chalamet prýðir forsíðu breska Vogue.
Timothée Chalamet prýðir forsíðu breska Vogue. Getty/Laurent KOFFEL

Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020.

Með forsíðunni skráði hann sig í sögubækurnar þar sem enginn annar maður hefur fengið þetta hlutverk í 106 ára sögu blaðsins. Á myndinni ber hann perlufesti og dökkum jakka.

Timothée er líklega þekktastur fyrir leik sinn í Dune, Call Me by Your Name, Little Women og Lady Bird. Í viðtalinu við blaðið deilir hann þeim ráðum sem leikarinn Leonardo DiCaprio gaf honum þegar þeir unnu saman að myndinni Don´t Look Up: „Engin hörð eiturlyf og engar súperhetju myndir,“ voru ráðin sem hann fékk.

Netverjar hafa þó bent á að söngvarinn Zayn Malik hafi setið fyrir hjá breska Vogue og prýtt forsíðu starfrænu útgáfu þeirra árið 2018.


Tengdar fréttir

Harry Styles á toppnum

Harry Styles situr efstur á lista sumarsins frá streymisveitunni Spotify. Á honum eru streymistölur síðustu mánaðar settar saman í tuttugu laga lista en Kate Bush tók þó sigursætið, ef aðeins er horft á streymistölurnar frá Bandaríkjunum, 37 árum eftir að lagið kom upprunalega út.

Í sleik fyrir framan mömmu

Heimildarmyndin Madonna: The MDNA Tour var frumsýnd í vikunni og reyndi stjarnan sjálf Madonna að eyða gæðatíma með dóttur sinni Lourdes Leon í eftirpartíinu.

Met Gala síðustu ár sem upphitun fyrir kvöldið

Í dag er fyrsti mánudagurinn í maí og innan tískuheimsins þýðir það bara eitt: Met Gala. Hönnuðir túlka þar þemu sem eru sett fyrir ár hvert og stjörnurnar mæta á Metropolitan listasafnið í New York í glæsilegri hönnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.