6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Þær Alma og Steinunn úr Nylon voru keppendur í fyrstu þáttaröð af Idol Stjörnuleit. Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004. Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol Fluttu báðar lagið Fingur Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur. Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Klippa: Steinunn Camilla - Idol Samdi fyrir Katy Perry Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans. Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti. Klippa: Nylon - Bara í nótt Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004. Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol Fluttu báðar lagið Fingur Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur. Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Klippa: Steinunn Camilla - Idol Samdi fyrir Katy Perry Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans. Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti. Klippa: Nylon - Bara í nótt Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01
10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01