Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 11:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira