„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. janúar 2023 13:31 Guðjón Smári segir að hann hafi ekki sjálfur átt hugmyndina að fatavalinu. Stöð 2 Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. „Ég hugsaði með mér þegar þátturinn byrjaði, jæja nú dett ég út,“ sagði Guðjón Smári í Brennslunni á FM957 í dag. Úrslit þáttarins komu honum því ekki á óvart. „Það var ekki mín hugmynd að vera ber að ofan,“ sagði hann um fatavalið á föstudaginn sem vakti mikla athygli. „Ég var olíuborinn á bumbunni.“ Hann segir að atriðið hafi verið það flott að kvenþjóðin hafi farið á hliðina. „Karlþjóðin líka.“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Vesen hjá þjóðinni Eins og fjallað var um á Vísi tók Guðjón áhættu í millistiginu í dómaraprufunum og skipti um lag á síðustu stundu. Það virkaði og skilaði honum alla leið í átta manna úrslit þar sem hann hefur blómstrað. „Þetta er náttúrulega bara rugl,“ sagði Guðjón Smári glottandi í Idol þættinum þegar hann kvaddi. „Það er greinilega eitthvað vesen hjá íslensku þjóðinni,“ bætti hann svo við. „Fáránlegt.“ Dómararnir þökkuðu honum fyrir að setja skemmtilegan svip á keppnina. „Þú ert stjarna og þú ert að fara að rísa hærra en þetta,“ sagði dómarinn Birgitta Haukdal þegar úrslitin lágu fyrir. Á stóra Idol sviðinu hefur hann flutt lög eins og Slipping Through My Fingers, I Want to Know What Love Is og nú síðast You Know My Name úr myndinni Casino Royal. Brot af flutningi hans frá því á föstudag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Smári flutti You Know My Name Vaknar í sprelli Guðjón Smári er einstaklega hvatvís og hress týpa eins og áhorfendur fengu að fylgjast með í Idol. „Það sem ég er búinn að vera að berjast við þegar hún elsku fallega Bríet mín biður um einlægni, er að ég vakna bara í sprelli.“ Hann er þó mjög væminn í lagavali. „Ég hlusta bara á lög sem hægt er að grenja við, væmnustu tónlistina,“ viðurkenndi Guðjón Smári í yfirheirslu í Brennslunni. Guðjón Smári endaði í fimmta sæti í Idol.Vísir/Hulda Margrét Viðtalið í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Guðjón Smári kemur inn á mínútu 1:31:28 í þættinum. Idol Brennslan FM957 Tónlist Tengdar fréttir Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 27. janúar 2023 20:33 Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. 27. janúar 2023 09:04 Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég hugsaði með mér þegar þátturinn byrjaði, jæja nú dett ég út,“ sagði Guðjón Smári í Brennslunni á FM957 í dag. Úrslit þáttarins komu honum því ekki á óvart. „Það var ekki mín hugmynd að vera ber að ofan,“ sagði hann um fatavalið á föstudaginn sem vakti mikla athygli. „Ég var olíuborinn á bumbunni.“ Hann segir að atriðið hafi verið það flott að kvenþjóðin hafi farið á hliðina. „Karlþjóðin líka.“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Vesen hjá þjóðinni Eins og fjallað var um á Vísi tók Guðjón áhættu í millistiginu í dómaraprufunum og skipti um lag á síðustu stundu. Það virkaði og skilaði honum alla leið í átta manna úrslit þar sem hann hefur blómstrað. „Þetta er náttúrulega bara rugl,“ sagði Guðjón Smári glottandi í Idol þættinum þegar hann kvaddi. „Það er greinilega eitthvað vesen hjá íslensku þjóðinni,“ bætti hann svo við. „Fáránlegt.“ Dómararnir þökkuðu honum fyrir að setja skemmtilegan svip á keppnina. „Þú ert stjarna og þú ert að fara að rísa hærra en þetta,“ sagði dómarinn Birgitta Haukdal þegar úrslitin lágu fyrir. Á stóra Idol sviðinu hefur hann flutt lög eins og Slipping Through My Fingers, I Want to Know What Love Is og nú síðast You Know My Name úr myndinni Casino Royal. Brot af flutningi hans frá því á föstudag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Smári flutti You Know My Name Vaknar í sprelli Guðjón Smári er einstaklega hvatvís og hress týpa eins og áhorfendur fengu að fylgjast með í Idol. „Það sem ég er búinn að vera að berjast við þegar hún elsku fallega Bríet mín biður um einlægni, er að ég vakna bara í sprelli.“ Hann er þó mjög væminn í lagavali. „Ég hlusta bara á lög sem hægt er að grenja við, væmnustu tónlistina,“ viðurkenndi Guðjón Smári í yfirheirslu í Brennslunni. Guðjón Smári endaði í fimmta sæti í Idol.Vísir/Hulda Margrét Viðtalið í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Guðjón Smári kemur inn á mínútu 1:31:28 í þættinum.
Idol Brennslan FM957 Tónlist Tengdar fréttir Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 27. janúar 2023 20:33 Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. 27. janúar 2023 09:04 Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 27. janúar 2023 20:33
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. 27. janúar 2023 09:04
Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“