Lífið

Safna í fótboltalið með barneignum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Garðar og Fanney deildu gleðitíðindunum á Instagram.
Garðar og Fanney deildu gleðitíðindunum á Instagram. Fanney Sandra Albertsdóttir.

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eiga von sínu öðru barni saman, en um er að ræða sjötta barn Garðars. 

Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ljóst er að hamingjan svífur yfir vötnum í lífi fjölskyldunnar sem fer stækkandi.

„Söfnun í okkar eigið fótboltalið gengur ágætlega,“ skrifa þau á laufléttum nótum á miðlinum. Vísa þau þar eins og augljóst er til fjölgunar erfingja sinna en fyrir á parið eitt barn saman.

Fyrra barn þeirra er sonurinn Líam Myrkvi en hann fæddist árið 2018. Garðar á svo fjögur börn úr fyrri samböndum. Nokkur aldursmunur er á parinu eða um fimmtán ár.

 Garðar fæddist árið 1983 og Fanney árið 1998.  Þau hafa alltaf verið opinská með ástina á milli þeirra og verið afar dugleg að deila henni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Þannig virðist Garðar til að mynda vera afar rómantískur og lætur hann tækifærin til þess að heilla Fanney upp úr skónum ekki fram hjá sér fara. 

Hann fór sem dæmi eftirminnilega á skeljarnar í borg ástarinnar París í fyrra og bað Fanneyjar. Voru þau stödd í lautarferð við sjálfan Eiffel-turninn þegar Garðar lét til skarar skríða. 

Eðli málsins samkvæmt sagði Fanney já og augljóst er að líf parsins hefur aldrei verið betra. Þau hafa nú verið saman í sjö ár og nokkuð augljóst er að þau hafa aldrei verið hamingjusamari.


Tengdar fréttir

Garðar snýr aftur í ÍA

Garðar Gunnlaugsson hefur gengið í raðir ÍA frá Kára og tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu í Bestu deild karla í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×