Hleypur berbrjósta með kúrekahatt Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 12:00 Birna Rún hleypur fyrir Sorgarmiðstöðina. Aðsend Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi. Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira