Hleypur berbrjósta með kúrekahatt Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 12:00 Birna Rún hleypur fyrir Sorgarmiðstöðina. Aðsend Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi. Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Sjá meira
Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Sjá meira