Hleypur berbrjósta með kúrekahatt Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 12:00 Birna Rún hleypur fyrir Sorgarmiðstöðina. Aðsend Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi. Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira