Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 21:56 Guðmundur Ingi og Rósa Guðbjartsdóttir eru ósammála um hvar ábyrgðin liggi. vísir Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent