Sendiherrann minnist þess ekki að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 18:19 Sendiherra Íslands í Brussel var kallaður heim eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Hann segir segir þessa skyndilegu heimkvaðningu eiga sér rót í ákvörðun hans um að loka sendiráðinu vegna kórónuveirufaraldursins í mars. Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, var skyndilega kallaður heim til Íslands 14. apríl síðastliðinn, um einu og hálfu ári eftir að hafa tekið við stöðunni. Í skriflegu svari Gunnars til fréttastofu, sem má sjá í heild hér fyrir neðan, segir hann ástæðuna vera athugasemdir sem hann gerði vegna þess sem hann taldi óeðlileg afskipti yfirstjórnar utanríkisráðuneytisins af sóttvarnaaðgerðum hans út af kórónuveirunni. Gunnar tók ákvörðun um að loka sendiráðsskrifstofunni í Brussel til að vernda starfsfólk hennar. Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, afhendir Donald Tusk, þáverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, trúnaðarbréf haustið 2018 Gunnar segir ráðuneytisstjóra hafa talið hann hafa gengið of langt í sínum aðgerðum. 10 mars, tveimur dögum áður en útgöngubann var sett á í Belgíu, hafi honum borist símtal frá ráðuneytisstjóranum þar sem honum hafi verið tjáð að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vildi flytja hann til Indlands 1. september. Gunnar baðst undan flutningunum af fjölskylduástæðum. Segir hann horfur hafa verið hríðversnandi í Evrópu vegna faraldursins, og ekki síður á Indlandi. Gunnar Pálsson segist hafa fengið óvenjulegt símtal frá ráðuneytisstjóra þar sem honum var greint frá því að Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra vildi flytja hann til Indlands frá og með 1. september. Vísir/Friðrik Í svari utanríkisráðuneytisins til fréttastofu segir að flutningar Gunnars hafi verið hluti af hefðbundnum flutningum sendiherra. Hann hafi verið kallaður heim af því hann hafi beðist undan flutningum í starfi. Í svari Gunnars kemur fram að um hálfsannleik sé að ræða. Það hafi komið honum á óvart að ráðuneytið hafi rofið trúnað, þess vegna hafi hann kosið að segja sína hlið, enda aldrei orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður. Þá hafi fjölmiðlar blandað óskyldu máli við flutningana. Það varðar umsögn hans um frumvarp um breytingar á vali á sendiherrum. Þar gerði Gunnar alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Utanríkisráðherra hefur ekki viljað veita viðtal í dag vegna málsins. Yfirlýsingu Gunnars má sjá hér fyrir neðan: - Svör yfirstjórnar utanríkisráðuneyti sem birtust í fjölmiðlum fyrr í dag hafa komið mér á óvart. Yfirstjórn ráðuneytisins hefur ákveðið að fara með innbyrðis starfsmannamálefni í fjölmiðla, án þess að gera hlutaðeigandi starfsmanni viðvart eða að gefa honum kost á að gera athugasemdir við svör ráðuneytisins. Þetta þykir mér óvenjuleg háttsemi hjá opinberri stofnun. - Í svörunum er haldið fram hálfsannindum og er framsetning bæði ónàkvæm og leiðandi. - Látið er í veðri vaka að ákvörðunin um flutninga sé hluti af vanalegum sendiherraflutningum. Þar verð ég að segja að mér þykir réttu máli hallað, bæði vegna viðtekinnar venju og mjög óvenjulegra aðstæðna í okkar starfsumhverfi að þessu sinni. - Flutningar sendiherra eru að jafnaði ákveðnir í lok árs með það fyrir augum að þeir geti fari fram um mitt sumar árið á eftir. Mér var ekkert sagt um flutning frà Brussel enda hafði ég hvort eð er komið hér til starfa þar à miðju sumri 2018. - Tilkynning yfirstjórnar um flutning barst mér í símtali 10. mars sl. Þetta var snemma í COVID-19 faraldrinum, eftir að ég hafði gert athugasemd við yfirstjórn ràðuneytisins fyrir að reyna að hafa það sem ég taldi vera óeðlileg afskipti af aðgerðum sem ég sem forstöðumaður sendiskrifstofu hafði gripið til með það fyrir augum halda rekstri skrifstofunnar gangandi og vernda starfsfólkið fyrir smithættu. Taldi ráðuneytið, í tölvupósti frá ráðuneytisstjóra, mig ganga of langt í slíkum aðgerðum, en nokkrum dögum síðar höfðu flestar sendiskrifstofur sem við erum í samskiptum við gripið til sömu ráðstafana. Það var hvorki beðist afsökunar á hinum óeðlilegu aðfinnslum ráðuneytisins né þær dregnar til baka. Þess í stað tilkynnti ráðuneytisstjórinn, Sturla Sigurjónsson, mér í stuttu og óvenjulegu símtali að Guðlaugur Þór Þórðarson vildi flytja mig til Indlands frá og með 1. september. nk. Ég vek athygli à að þetta var í miðri kórónakrísunni, þegar horfur voru à hríðversnandi ástandi, í Evrópu, en raunar einnig í þróunarheiminum, ekki síst á Indlandi. Það var t.a.m ljóst að útgöngubanni yrði komið á og vinnustöðum lokað í Belgíu, sem gerðist síðan 18 mars sl. Ég baðst í samtalinu undan flutningi af fjölskylduástæðum. Engu að síður sendi ráðuneytisstjórinn mér bréf daginn eftir og krafðist þess að ég svaraði því skriflega að ég neitaði flutningi í annað sendiráð. Ég minnist þess ekki, á mínum lang ferli í utnríkisþjónustunni, að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður. - Frumvarp utanríkisràðherra um utanríkisþjónustuna er óskylt mál, en frestur til að gera athugasemdir við frumvarpið rann út þann 16. mars sl. Þann dag taldi ég nauðsynlegt að koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við frumvarpið, sem yfirstjórn ràðuneytisins laumaði síðan inn í þingið á laugardegi milli föstudagsins langa og páskadags. Á 35 àra ferli taldi ég mig ekki hafa orðið vitni að jafn lúalegri aðför að vettvangi sem ég hafði helgað alla mína starfskrafta. Hinn 14. apríl, barst mér síðan annað bréf yfirstjórnar ráðuneytisins, þar sem mér var kunngert að ég ætti að fara af pósti tveimur mánuðum fyrr en áformað hafði verið og koma í ráðuneytið. - Í svörum ráðuneytisins er þessu tvennu, tilkynningu um flutning af pósti 10. mars og flutning heim í ráðuneyti 14. apríl, sem meira en mánuður skilur að, blandað saman á villandi hátt. - Eins og ég vék að í upphafi, kemur mér spánskt fyrir sjónir að núverandi yfirstjórn ráðuneytisins skuli kjósa að fara með starfsmannamál eins tiltekins starfsmanns í fjölmiðla án samráðs við hann sjálfan. Mér var ekki kunngert um að til stæði af hálfu ráðuneytisins að fjalla um flutning minn í starfi opinberlega, hvað þá að mér væri gefinn kostur á að gera athugasemdir, þrátt fyrir að ég hefði sjálfur hafnað því að tjá mig um málið að svo stöddu í fjölmiðlum. Utanríkismál Tengdar fréttir Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. 25. apríl 2020 11:45 Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á drög utanríkisráðherra um breytingar á því hvernig sendiherrar skuli skipaðir. 25. apríl 2020 08:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Sendiherra Íslands í Brussel var kallaður heim eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Hann segir segir þessa skyndilegu heimkvaðningu eiga sér rót í ákvörðun hans um að loka sendiráðinu vegna kórónuveirufaraldursins í mars. Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, var skyndilega kallaður heim til Íslands 14. apríl síðastliðinn, um einu og hálfu ári eftir að hafa tekið við stöðunni. Í skriflegu svari Gunnars til fréttastofu, sem má sjá í heild hér fyrir neðan, segir hann ástæðuna vera athugasemdir sem hann gerði vegna þess sem hann taldi óeðlileg afskipti yfirstjórnar utanríkisráðuneytisins af sóttvarnaaðgerðum hans út af kórónuveirunni. Gunnar tók ákvörðun um að loka sendiráðsskrifstofunni í Brussel til að vernda starfsfólk hennar. Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, afhendir Donald Tusk, þáverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, trúnaðarbréf haustið 2018 Gunnar segir ráðuneytisstjóra hafa talið hann hafa gengið of langt í sínum aðgerðum. 10 mars, tveimur dögum áður en útgöngubann var sett á í Belgíu, hafi honum borist símtal frá ráðuneytisstjóranum þar sem honum hafi verið tjáð að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vildi flytja hann til Indlands 1. september. Gunnar baðst undan flutningunum af fjölskylduástæðum. Segir hann horfur hafa verið hríðversnandi í Evrópu vegna faraldursins, og ekki síður á Indlandi. Gunnar Pálsson segist hafa fengið óvenjulegt símtal frá ráðuneytisstjóra þar sem honum var greint frá því að Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra vildi flytja hann til Indlands frá og með 1. september. Vísir/Friðrik Í svari utanríkisráðuneytisins til fréttastofu segir að flutningar Gunnars hafi verið hluti af hefðbundnum flutningum sendiherra. Hann hafi verið kallaður heim af því hann hafi beðist undan flutningum í starfi. Í svari Gunnars kemur fram að um hálfsannleik sé að ræða. Það hafi komið honum á óvart að ráðuneytið hafi rofið trúnað, þess vegna hafi hann kosið að segja sína hlið, enda aldrei orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður. Þá hafi fjölmiðlar blandað óskyldu máli við flutningana. Það varðar umsögn hans um frumvarp um breytingar á vali á sendiherrum. Þar gerði Gunnar alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Utanríkisráðherra hefur ekki viljað veita viðtal í dag vegna málsins. Yfirlýsingu Gunnars má sjá hér fyrir neðan: - Svör yfirstjórnar utanríkisráðuneyti sem birtust í fjölmiðlum fyrr í dag hafa komið mér á óvart. Yfirstjórn ráðuneytisins hefur ákveðið að fara með innbyrðis starfsmannamálefni í fjölmiðla, án þess að gera hlutaðeigandi starfsmanni viðvart eða að gefa honum kost á að gera athugasemdir við svör ráðuneytisins. Þetta þykir mér óvenjuleg háttsemi hjá opinberri stofnun. - Í svörunum er haldið fram hálfsannindum og er framsetning bæði ónàkvæm og leiðandi. - Látið er í veðri vaka að ákvörðunin um flutninga sé hluti af vanalegum sendiherraflutningum. Þar verð ég að segja að mér þykir réttu máli hallað, bæði vegna viðtekinnar venju og mjög óvenjulegra aðstæðna í okkar starfsumhverfi að þessu sinni. - Flutningar sendiherra eru að jafnaði ákveðnir í lok árs með það fyrir augum að þeir geti fari fram um mitt sumar árið á eftir. Mér var ekkert sagt um flutning frà Brussel enda hafði ég hvort eð er komið hér til starfa þar à miðju sumri 2018. - Tilkynning yfirstjórnar um flutning barst mér í símtali 10. mars sl. Þetta var snemma í COVID-19 faraldrinum, eftir að ég hafði gert athugasemd við yfirstjórn ràðuneytisins fyrir að reyna að hafa það sem ég taldi vera óeðlileg afskipti af aðgerðum sem ég sem forstöðumaður sendiskrifstofu hafði gripið til með það fyrir augum halda rekstri skrifstofunnar gangandi og vernda starfsfólkið fyrir smithættu. Taldi ráðuneytið, í tölvupósti frá ráðuneytisstjóra, mig ganga of langt í slíkum aðgerðum, en nokkrum dögum síðar höfðu flestar sendiskrifstofur sem við erum í samskiptum við gripið til sömu ráðstafana. Það var hvorki beðist afsökunar á hinum óeðlilegu aðfinnslum ráðuneytisins né þær dregnar til baka. Þess í stað tilkynnti ráðuneytisstjórinn, Sturla Sigurjónsson, mér í stuttu og óvenjulegu símtali að Guðlaugur Þór Þórðarson vildi flytja mig til Indlands frá og með 1. september. nk. Ég vek athygli à að þetta var í miðri kórónakrísunni, þegar horfur voru à hríðversnandi ástandi, í Evrópu, en raunar einnig í þróunarheiminum, ekki síst á Indlandi. Það var t.a.m ljóst að útgöngubanni yrði komið á og vinnustöðum lokað í Belgíu, sem gerðist síðan 18 mars sl. Ég baðst í samtalinu undan flutningi af fjölskylduástæðum. Engu að síður sendi ráðuneytisstjórinn mér bréf daginn eftir og krafðist þess að ég svaraði því skriflega að ég neitaði flutningi í annað sendiráð. Ég minnist þess ekki, á mínum lang ferli í utnríkisþjónustunni, að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður. - Frumvarp utanríkisràðherra um utanríkisþjónustuna er óskylt mál, en frestur til að gera athugasemdir við frumvarpið rann út þann 16. mars sl. Þann dag taldi ég nauðsynlegt að koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við frumvarpið, sem yfirstjórn ràðuneytisins laumaði síðan inn í þingið á laugardegi milli föstudagsins langa og páskadags. Á 35 àra ferli taldi ég mig ekki hafa orðið vitni að jafn lúalegri aðför að vettvangi sem ég hafði helgað alla mína starfskrafta. Hinn 14. apríl, barst mér síðan annað bréf yfirstjórnar ráðuneytisins, þar sem mér var kunngert að ég ætti að fara af pósti tveimur mánuðum fyrr en áformað hafði verið og koma í ráðuneytið. - Í svörum ráðuneytisins er þessu tvennu, tilkynningu um flutning af pósti 10. mars og flutning heim í ráðuneyti 14. apríl, sem meira en mánuður skilur að, blandað saman á villandi hátt. - Eins og ég vék að í upphafi, kemur mér spánskt fyrir sjónir að núverandi yfirstjórn ráðuneytisins skuli kjósa að fara með starfsmannamál eins tiltekins starfsmanns í fjölmiðla án samráðs við hann sjálfan. Mér var ekki kunngert um að til stæði af hálfu ráðuneytisins að fjalla um flutning minn í starfi opinberlega, hvað þá að mér væri gefinn kostur á að gera athugasemdir, þrátt fyrir að ég hefði sjálfur hafnað því að tjá mig um málið að svo stöddu í fjölmiðlum.
Utanríkismál Tengdar fréttir Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. 25. apríl 2020 11:45 Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á drög utanríkisráðherra um breytingar á því hvernig sendiherrar skuli skipaðir. 25. apríl 2020 08:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. 25. apríl 2020 11:45
Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á drög utanríkisráðherra um breytingar á því hvernig sendiherrar skuli skipaðir. 25. apríl 2020 08:11