Fleiri fréttir

Verðmæti fyrirtækjanna haldið leyndu

Það hefur aldrei gerst í sögunni að ekki hafi verið upplýst um söluverðmæti einkavæddra fyrirtækja, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Guðlaugur er ósáttur við svör sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gaf á Alþingi gær um söluandvirði eignarhaldsfélagsins Vestia sem var á dögunum selt frá Landsbankanum yfir til Framtakssjóðs Íslands.

Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif

Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm.

Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt

Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin.

Verðmerkingum ábótavant hjá líkamsræktarstöðvum

Engin verðskrá var sýnileg hjá fimm af þeim 21 líkamsræktarstöð sem starfsmaður Neytendastofu heimsótti á dögunum í þeim tilgangi að kanna slíkt. Þær líkamsræktarstöðvar sem höfðu enga verðskrá sýnilega voru Bootcamp, Grand Spa, Nordica Spa, Sporthúsið og World Class Spönginni og hjá einni stöð, Baðhúsinu, var einungis lítill hluti af verðskrá sýnilegur.

Vilja jafnrétti fyrir breskar prinsessur

Breskir þingmenn vilja breyta erfðalögum krúnunnar þannig að dætur sem Vilhjálmur erfðaprins og Kate Middleton hugsanlega eignast njóti jafnréttis á við hugsanlega syni.

Sérstakt eftirlit lögreglu: Þrír óku undir áhrifum

Tæplega þrjú hundruð ökumenn hafa verið stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir og/eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Við þetta eftirlit hefur það vakið athygli lögreglumanna að allmargir ökumenn nota ekki bílbelti. Slíkt kemur nokkuð á óvart enda á öllum að vera ljóst mikilvægi þeirra.

Segir hæpnar forsendur fyrir eignarnámi á HS orku

Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku segir hæpið að forsendur séu fyrir því að ríkið geti gripið til eignarnáms til að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Hann segir allt velta á því hverju íslensk stjórnvöld vilji ná fram en fyrirtækið sé tilbúið til viðræðna.

Sigurjón Brink látinn

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem er betur þekktur sem Sjonni, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Garðabæ í gærkvöldi. Sigurjón var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1974. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Þórunni Ernu Clausen, og fjögur börn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hans.

Allt morandi í mordýrum

Það er ekki á hverjum degi sem fólk verður jafn vart við mordýr og gerðist á Siglufirði um helgina. Þar var ekki þverfótað fyrir þeim í snjónum. Mordýr eru hins vegar mjög algeng og segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur að það sé allt morandi í þeim.

Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið

Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi.

Ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri

Alþjóðleg rannsóknarnefnd hefur gefið út ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons árið 2005. Honum var grandað með bílsprengju.

Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap

Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28)

Frávísun í rækjumáli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli útgerðarfélagsins Ramma gegn íslenska ríkinu. Útgerðarfélagið krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að Jóni Bjarnasyni, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi verið óheimilt að gefa veiðar á úthafsrækja frjálsar á fiskveiðitímabilinu 2010/1011.

Árangur handboltalandsliðsins stjórnar afslættinum

Bensínstöðvar ÓB hafa tekið upp á því að láta „strákana okkar“ á HM í handbolta í Svíþjóð stjórna því hve mikill afsláttur er gefinn daginn eftir hvern leik íslenska liðsins. Ísland lagði Japan í gær með fjórtán marka mun og í tilefni af því er fjórtán krónu afsláttur af eldsneytinu hjá ÓB í dag. Svo er bara að vona að strákarnir taki Austurríkismenn í bakaríið í kvöld.

Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til?

Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn.

Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal

Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag.

Segir Júgóslava hafa myrt Olof Palme

Fyrrverandi júgóslavneskur njósari heldur því fram að leyniþjónusta Júgóslavíu hafi fyrirskipað morðið Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir 25 árum.

Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal

Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur.

Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga.

Tíu karlar í starfshópi um jafnrétti kynjanna

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi.

Þrýst á markvissari viðræður

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins ákvað á fundi í gær að vísa kjaradeilu sambandsins við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkissáttasemjara. Er það von Starfsgreinasambandsins að það skili kjarasamningi aðila í höfn frekar fyrr en síðar.

Húgó litli gerir allt vitlaust í Venezúela

Yfirvöld í Venezúela hafa hvatt einkarekna sjónvarpsstöð til að hætta að sýna vinsæla sápuóperu frá nágrannaríkinu Kólombíu. Ástæðan er einföld, ein persónan í þættinum heitir Venesúlea og hún á hund sem heitir Húgó litli.

Stálu forsetahjónin gullforðanum?

Franska blaðið Le Monde fullyrðir að forsetahjónin í Túnis, sem flúið hafa land, hafi tekið með sér stóran hluta af gullforða landsins.

Ekkert lát á skálmöldinni í Mexíkó

Sex létust í skotbardaga í mexíkósku borginni Monterrey í nótt. Tvö glæpagengi tókust á í bardaganum en að sögn lögreglu létust tveir vegfarendur einnig en bardaginn var háður á götu í miðbænum.

Kanna sýkingu í sumargotssíldinni

Hafrannsóknaskipið Dröfn RE er nú komið inn á Breiðafjörðinn til að kanna sýkingu í íslensku sumargotsíldinni, sem fór að herja á stofninn árið 2008 og hefur skert hann verulega.

Berlusconi sakaður um að hafa sofið hjá fleiri unglingsstúlkum

Enn syrtir í álinn hjá Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu en saksóknarar þar í landi hafa sakað hann um að hafa sofið hjá vændiskonu sem var undir lögaldri. Nú segja saksóknararnir að ekki sé aðeins um eina unglingsstúlku að ræða, heldur margar.

Enn flæðir í Ástralíu

Rigningarnar sem ollu hamförunum í Queensland ríki í Ástralíu á dögunum hafa nú færst sunnar og nú rignir eins og hellt sé úr fötu í Victoria ríki. Átta ára dreng er saknað frá því í gær þegar hann hreyfst með straumvatni og nokkrir bæir í ríkinu eru umluktir vatni. Um 3500 manns hafa yfirgefið heimili sín og rafmagnslaust er víða.

Forseti Kína heimsækir Obama

Forseti Kína Hu Jintao hefur í dag fjögurra daga opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Hann mun meðal annars sitja formlegt kvöldverðarboð í Hvíta húsinu en þrettán ár eru frá því kínverskur leiðtogi fékk síðast slíkt boð.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar næstu daga í stað Landeyjahafnar. Á vef Siglingastofnunar segir að útlit sé fyrir mikla ölduhæð við Suðurströndina næstu daga, sem mun hamla siglingum til Landeyjahafnar.

Fótgangandi varaðir við hálkunni

Mikið annríki var á slysadeild Landspítalans í gær og alveg fram á kvöld, vegna óvenju margra hálkuslysa á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á öllum aldri leitaði þangað mis illa leikið, eftir að hafa dottið á gangstéttum og bílastæðum.

Áskilja sér rétt til að verja eigur sínar ytra

Slitastjórn Glitnis er aftur komin í hart við svokallaða sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York, þrátt fyrir að dómari hafi vísað málinu frá að uppfylltum skilyrðum. Það eru einmitt þau skilyrði sem nú er tekist á um fyrir dómnum.

Ívari sleppt úr gæsluvarðhaldi

Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær. Yfirheyrslum yfir honum er lokið í bili og þess vegna taldi sérstakur saksóknari ekki þörf á að halda honum lengur á bak við lás og slá.

Sótt yrði að Íslandi úr nokkrum áttum

Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum.

Gleymdist að setja viðurlög

Fiskistofa hyggst framvegis ganga hart fram vegna ólöglegra framkvæmda við og í veiðivötnum. Sveitar- og veiðifélög, verktakar og landeigendur hafa um árabil staðið fyrir ýmiss konar framkvæmdum án þess að fá til þess tilskilin leyfi.

Matthías hefur ekki fundist

Ekkert hafði spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðdegis í gær, en hans hefur verið saknað síðan fyrir áramót.

Fara ekki í lögguna eftir nám

Nokkur hluti nemenda við Lögregluskólann hefur sótt sér nám við skólann án þess að hyggja á starf í lögreglunni eftir útskrift.

Tillitsleysi í umferðinni pirrar flesta

Tæplega þrír af hverjum fjórum ökumönnum hafa verið undir álagi í umferðinni undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu í nóvember síðastliðnum. Tæpur þriðjungur segist oft eða stundum vera undir álagi.

Ófært og ólíðandi að SA dragi kvótann inn í kjarasamninga

Það er ófært og ólíðandi að Samtök atvinnulífsins (SA) blandi áformum stjórnvalda um að endurskoða löggjöf um stjórn fiskveiða inn í viðræður um kjarasamninga, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Stofnar nýjan þingflokk

Ehud Barak, innan­ríkisráðherra Ísraels, hefur sagt sig úr Verkamannaflokknum og stofnað nýjan þingflokk. Barak verður áfram ráðherra, en búast má við því að Verkamannaflokkurinn segi sig úr stjórnarsamstarfi með Benjamin Netanjahú forsætisráðherra.

Stjórnarandstaðan fær að vera með

Mohammed Ghannouchi verður forsætisráðherra áfram í nýrri þjóðstjórn í Túnis, sem tók við völdum í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að Zine al-Abidine Ben Ali forseta var steypt af stóli.

Staðgöngumóðir eignast barn fyrir Nicole Kidman

Leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður hennar, Keith Urban, eignuðust dóttir milli jóla og nýárs með hjálp staðgöngumóður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hjónin sendu frá sér fyrr í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir