Fleiri fréttir

Eiginkona forseta Ísraels látin

Sonja Peres, eiginkona Símons Peres, forseta Ísraels, lést í morgun á heimili sínu í Tel Aviv 87 ára að aldri. Forsetinn var á heimleið frá Jerúsalem í morgun þegar hann fékk fregnir af andláti hennar.

Leysti sitt eigið mannrán 23 árum seinna

Caralina White leysti sitt eigið mannrán, 23 árum eftir að það átti sér stað. Þannig er mál með vexti að Caralinu var rænt af spítala í Harlem í ágúst 1987, þá aðeins 19 daga gömul.

Yfirheyrslum að ljúka - ekki farið fram á gæsluvarðhald

Samkvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, eru yfirheyrslur ennþá í fullum gangi en búist er við að þeim fari að ljúka á næstu klukkutíma. Eins og sakir standa nú, verður ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem yfirheyrðir hafa verið í dag.

Enn lýst eftir Matthíasi - nýjar myndir af honum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þórarinssyni, 21 árs, en ekkert hefur spurst til hans í alllangan tíma. Talið er líklegt að Matthías, sem er um 180 sm á hæð og ljósskolhærður, haldi til einhversstaðar á Suðurlandi en sjálfur bjó hann lengi á Stokkseyri.

Alvarlegt umferðarslys á Eyjafjarðarbraut vestari

Um klukkan fimm í dag var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Eyjafjarðarbraut vestari, nálægt Litla Hvammi. Umferðatafir eru á Eyjafjarðarbraut vestri vegna þessa og ökumönnum bennt á að fara Eyjafjarðarbraut eystri.

Lítur á greiðslurnar sem skilasvik

Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum í dag beinast meðal annars að þessu. Saksóknari lítur á greiðslurnar sem skilasvik.

Allt óljóst um gæsluvarðhaldskröfu

Yfirheyrslur eru ennþá í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara vegna millifærslna á stórum fjárhæðum af reikningum Landsbankans í Seðlabanka Íslands yfir á reikninga í MP banka og hjá Straumi.

Sigurjón Brink fékk heilablóðfall

Sigurjón Brink lést úr heilablóðfalli samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda Sigurjóns sendi frá sér fyrir stundu. Sigurjón var, sem kunnugt er, bráðkvaddur á mánudaginn. Hann lét eftir sig konu og fjögur börn.

Réttarhöldum yfir níumenningunum lokið

Ákæra ríkissaksóknara á hendur níumenningunum var harðlega gagnrýnd af verjendum níumenningana í dag. Verjendurnir fjórir fóru allir fram á sýknu skjólstæðinga sinna.

Þórir Örn Ingólfsson yfirheyrður

Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar hjá Landsbanka, er einn þeirra fjögurra sem handteknir voru í morgun vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málum gamla Landsbankans.

Kristinn hafnar ásökunum um tölvuinnbrot

Kristinn Hrafnsson, talsmaður uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, vísar á bug ásökunum um að WikiLeaks hafi brotist inn í tölvukerfi Alþingis. Í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér kemur fram að WikiLeaks hafi það að markmiði

Ráðherra vill leyfa hjálparhunda í fjölbýlishúsum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi þar sem lögð er til heimild til að fatlaðir fái heimild til að halda leiðsögu- eða blindrahund í fjölbýlishúsi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur staðið síðastliðin misseri um hjálparhunda fyrir fatlaða og sambýli þeirra við aðra í fjöleignarhúsum. Eins og staðan er nú þarf að fá leyfi allra íbúa í fjölbýlishúsi áður en fatlaður einstaklingur getur flutt þangað inn hjálparhund.

Hundrað mafíósar handteknir í New York

Bandaríska alríkislögreglan handtók í morgun hundrað manns sem allir eru grunaðir um að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York borg. Mennirnir voru handteknir í New York, New Jersey og á Nýja Englandi og eru mennirnir sakaðir um morð, fjárkúgun og eiturlyfjasölu.

Lögreglurannsókn á njósnatölvu: Enginn komst í gögn þingmanna

„Ekkert virðist benda til þess að nokkur hafi komist í gögn þingmanna," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á þingfundi þar sem hún gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn á því að dularfull tölva fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem skrifstofur Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks eru til húsa.

Meira flutt inn af kjöti en áður - mest alifuglakjöt

Samkvæmt yfirliti Bændasamtakanna hefur innflutningur á kjöti aukist milli ára. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010 nam innflutningurinn 613 tonnum en á sama tímabili árið 2009 nam innflutningurinn 589 tonnum. Innflutningur á kjöti til landsins hefur því aukist um 3,9% á milli samanburðartímabila.

Heimsþing um hreina orku: Mikill áhugi á samvinnu við Íslendinga

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur á Heimsþingi um hreina orku sem nú er haldið í Abu Dhabi átt viðræður við fjölmarga aðila, ráðamenn erlendra ríkja og fulltrúa stofnana og fyrirtækja sem lýst hafa miklum áhuga á samvinnu við íslenska sérfræðinga um nýtingu hreinnar orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu en forseti ræddi meðal annars fyrr í dag við Adnan Amin, settan forstjóra IRENA, nýrrar alþjóðlegrar stofnunar um hreina orku, og var viðfangsefni fundarins m.a. framlag íslensks jarðhitafólks til uppbyggingar stofnunarinnar sem ætlað er að verða aðal samvinnuvettvangur ríkja heims á þessu sviði.

Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti"

„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti.

Nýr Lottóþulur: Reynir Örn

Reynir Örn Þrastarson hefur verið ráðinn sem nýr stjórnandi Lottós og mun hann hefja störf laugardaginn 22. janúar næstkomandi.

Stefán Héðinn einn hinna handteknu

Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, er einn þeirra sem var færður í yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Gert er ráð fyrir að nýr sameinaður sérskóli verði til húsa í Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Unnið verði að undirbúningi sem tekur til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun í samstarfi við helstu hagsmunaaðila.

Mæður sakborninga með ilmolíur í dómsal

Mikil notkun á ilmolíum hjá áhorfendum á réttarhöldunum yfir níumenningunum hefur vakið athygli. Stundum liggur við að sígi á mann höfgi þegar salurinn fyllist ilmi jurta og lárviðarlaufa. Að sögn mæðra sakborningana vilja þær bæta andrúmsloftið í dómsal.

Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett

Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu.

Ný könnun MMR: Mikil andstaða við veggjöld

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að sett verði veggjöld til að fjármagna nýframkvæmdir í samgöngumálum. Lítill munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Andstaðan við veggjöld mest á meðal Sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna, MMR.

Segja Strætó-loforð svikin

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins bókuðu á fundi borgarráðsfundi í morgun gegn ákvörðun meirihlutans að skerða þjónustu Strætó bs. Þar segir Sjálfstæðisflokkurinn að það sé ljóst að með þessari ákvörðun svíkji meirihlutinn loforð við kjósendur.

Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst.

Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun

Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum,

Ragnar Aðalsteinsson - mál níumenningana á sér pólitískar rætur

"Það kom mér á óvart þegar ég hlustaði á ræðu saksóknara hversu lítillar hlutlægni gætti þar," sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af níu sakborningum í níumenningamálinu svokallaða. Munnlegur málflutningur fer nú fram og gagnrýndi Ragnar réttinn harðlega og sagði brot hafa verið framin á skjólstæðingum sínum.

Afturvirkur niðurskurður „stórmál“ hjá Reykhólahreppi

Reykhólahreppi barst á föstudag tölvupóstur frá fjármálaráðuneyti þess efnis, að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs öldrunarheimila.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn

Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu.

Hagræðingarkrafa til Strætó ekki meiri en annarra viðkvæmrar þjónustu

Niðurstaða meirihlutans í Borgarstjórn Reykjavíkur er að hagræðingarkrafa til Strætó Bs. sé ekki meiri en í annarri viðkvæmri þjónustu, svo sem leikskólum og grunnskólum. Því eru ekki forsendur til að draga samþykkta fjárhagsáætlun til baka. Þetta kemur fram í bókun Besta flokksins og Samfylkingar frá fundi borgarráðs í morgun.

Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni

„Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita.

Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar

Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina.

Skerðing á þjónustu Strætó staðfest í borgarráði

Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi tillögu Vinstri grænna um að koma í veg fyrir þjónustuskerðingu Strætó bs á borgarráðsfundi í dag þrátt fyrir að allmargir fulltrúar Besta flokksins, þar með talinn borgarstjórinn sjálfur hefðu fullyrt að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja óbreytta þjónustu.

Arnold fer aftur á hvíta tjaldið

Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri í Kalíforníu, mun líklegast snúa sér að kvikmyndaleik á nýjan leik. Hann lét af embætti ríkisstjóra í byrjun ársins.

Eygló ósátt við aðkomu ríkisins að Sjóvá

„Eins og við sjáum á athugasemdum ESA þá virðist vera að okkur bar engin skylda til að standa í þessu, og þarna er í raun verið að yfirfæra skuldir sem hefðu lent á þeim sem voru með tryggingar hjá Sjóvá, yfir á alla skattgreiðendur," segir segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi

Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings.

Ætlaði bara að vekja hræðslu

Muhammed Geele, 29 ára gamall maður frá Sómalíu, segist ekki hafa ætlað að drepa danska skopmyndateiknarann Knut Wester­gaard þegar hann réðst inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf á nýársdag 2010.

Tekist á um forystusætið í VR

Það verður tekist á um leiðtogastólinn hjá VR á næstunni. Kosið verður um formennsku í félaginu í mars. Lúðvík Lúðvíksson tilkynnti um framboð sitt í gær en áður hafði Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur tilkynnt um framboð.

Cameron vill sameinuð Norðurlönd

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hvatti Norðurlöndin til þess að mynda hagsmunabandalag á leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Telur of erfitt að segja upp ríkisstarfsmönnum

Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar.

Ætti að forðast skærlituð föt

Hákarlar virðast vera litblindir samkvæmt rannsókn ástralskra vísindamanna. Þeir vonast til þess að upplýsingarnar nýtist til að verjast árásum hákarla á sundfólk og til að forða hákörlum frá því að festast í netum. Hákarlarnir skynja birtu en ekki liti, og þess vegna sjá þeir betur það sem er í skærum litum. „Kannski væri best að forðast flúorgular sundbuxur þegar fólk fær sér sundsprett," segir Dr. Nathan Scott Hart, forsvarsmaður rannsóknarinnar.

Rannsaka rusl við strendur landsins

Umhverfisráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, aflar nú upplýsinga um rusl og úrgang á ströndum hér við land og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við hreinsun stranda á undanförnum árum. Í þeim tilgangi hefur ráðuneytið sent öllum sveitarfélögum sem eiga land að hafi bréf þar sem þau eru beðin um að leggja mat á það hvort rusl á ströndum sé útbreytt vandamál innan sveitarfélagsins og hvort það ógni lífríki hafs og stranda, heilsu manna eða hafi önnur neikvæð áhrif á notkun strandarinnar. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Sjá næstu 50 fréttir