Erlent

Leysti sitt eigið mannrán 23 árum seinna

Móðir Caralinum Joy White. Skjáskot af frétt BBC um málið
Móðir Caralinum Joy White. Skjáskot af frétt BBC um málið
Caralina White leysti sitt eigið mannrán, 23 árum eftir að það átti sér stað. Þannig er mál með vexti að Caralinu var rænt af spítala í Harlem í ágúst 1987, þá aðeins 19 daga gömul.

Hún ólst upp undir nafninu Nejdra Nance í Connecticut hjá móður sinni, eða það hélt hún allavega, þar til hún var 23 ára gömul. Þá ákváð hún að grennslast fyrir um uppruna sinn, því hún segist alltaf haft það á tilfinningunni að móðir hennar væri ekki líffræðileg móðir sín.

Hún fór fram á að móðir sín bæri saman DNA-sýni sitt við sín eigin til að fá grun sinn staðfestann. Eftir að niðurstöður lágu fyrir kom í ljós að hún var ekki dóttir „móður sinnar" heldur væri kona að nafni Joy White móðir hennar.

Lögreglan rannsakar nú konuna sem ól Caralinu upp.

Fjölskyldan talar um endurfundina í þessu myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×