Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti" SB skrifar 20. janúar 2011 14:15 Beðið fyrir utan réttarsal. „Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu." Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu."
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira