Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti" SB skrifar 20. janúar 2011 14:15 Beðið fyrir utan réttarsal. „Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu." Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu."
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira