Fleiri fréttir

Vilhjálmur vill samþykkja samninginn

"Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara.

Hollendingar: Tími samninga er liðinn

Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar.

Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar

Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns.

Yfirlýsing forsetans í heild

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála.

Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar.

Axarárásarmenn látnir lausir

Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum mönnunum sem handteknir voru í gær vegna árásar með exi á tvo menn á Selfossi í gær. Málið er upplýst og fyrir liggur að ástæða árásarinnar var einhverskonar uppgjör þess sem beitti exinni og hins sem varð fyrir henni.

Ákvörðun forsetans um Icesave - blaðamannafundur í beinni

Blaðamannafundur forsetans, þar sem hann mun væntanlega kynna afstöðu sína til Icesave, hefst klukkan þrjú. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sendir fundinn beint út á Vísi. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt“ þegar útsendingin hefst til að sjá það sem fram fer.

Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave

Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins.

Búið að losa sprengiefnið úr Goðafossi

Tveir gámar sem voru fullir af sprengiefni voru fluttir úr Goðafossi um tíuleytið í morgun að íslenskum tíma. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að verkið hafi gengið mjög vel. Aftenposten segir jafnframt að í skipinu sé málningaþynnir og etanól sem gæti skapað eldhættu.

Stungið á tugi dekkja í Vesturbæ

Stungið var á dekk á hátt í 30 bifreiðum í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Lögreglan hefur þegar fengið tilkynningar um 26 bifreiðar sem stungið var á og býst við því að þeim fari fjölgandi. Bifreiðarnar voru á Melunum, við Sundlaug Vesturbæjar og við Hofsvallagötu. Nú síðast barst svo tilkynning um að stungið hefði verði á dekk á bifreið við Sóleyjargötu.

Svandís leggst gegn álveri í Helguvík

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra segir álver í Helguvík vera óraunhæft. Hægt sé að gera bæði umhverfisvænari og arðbærari verkefni fyrir atvinnulífið á Reykjanesi. Bæjarstóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, hefur lýst því yfir í fréttum að hann vilji nú í framhaldi af kísilveri í Helguvík að álversverkefni á sama stað gangi eftir. Það verkefni sé mun stærra og hafi víðtækari áhrif svo sem fyrir atvinnulífið.

Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki

"Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku.

Krónprinsparið býður 1900 manns í brúðkaupið sitt

Tilkynnt hefur verið að Vilhjálmur prins og Katrín verðandi eiginkona hans ætli að bjóða 1900 manns í brúðkaupsveislu sína þann 29.apríl næstkomandi. Það er Breska ríkisútvarpið sem greinir frá en engin nöfn hafa verið nefnd. Meira en helmingur gesta eru fjölskyldumeðlimir og vinir.

Forsetinn boðar til blaðamannafundar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar.

Sprengiefni fjarlægt af Goðafossi í dag

Gámar fullir af sprengiefni verða fjarlægðir úr Goðafossi í dag. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sagði í samtali við fréttastofu að sprengiefnið hefði forgang þegar byrjað væri að afferma skipið.

Lögreglan lokaði skemmtistað í borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað á Grensásvegi um eittleytið í nótt. Inni á staðnum voru ungmenni að skemmta sér. Um 250 manns voru á staðnum og fæstir þeirra höfðu aldur til að vera inni á vínveitingastað. Ungmennin inni á staðnum voru allt niður í 16 ára að aldri. Þá voru sex einstaklingar handteknir í miðborginni í nótt með fíkniefni í fórum sínum.

Óttast um dýralíf vegna skipsstrandsins

Norskar stofnanir á sviði náttúru- og umhverfisverndar hafa rannsakað ströndina í nágrenni við staðinn þar sem Goðafoss sökk. Hingað til höfum við fundið tíu dauða fugla, en það eru mun fleiri fuglar sem hafa komist í tæri við olíu," segir Per Olav Pettersen, hjá IUA sem er norsk stofnun sem berst gegn umhverfismengun, í samtali við Aftenposten.

Þúsundir manna á Háskóladeginum

Haldið var upp á Háskóladaginn í dag og fjöldi fólks á öllum aldri nýtti tækfærið og kynnti sér starfsemi og námsframboð í íslenskum háskólum. Háskólinn í Reykjavík tók á móti gestum í húsakynnum sínum við Nauthólsvík, en það er í fyrsta sinn sem HR heldur upp á Háskóladaginn á eigin spýtur og í eigin húsnæði . Jóhann Hlíðar Harðarson, forstöðumaður almannatengsla við HR, var að vonum ánægður með afrakstur dagsins og sagði daginn hafi gengið vonum framar og að aldrei áður hafi tekist eins vel til og nú. Þúsundir manna sóttu HR-inga heim og kynntu sér starfsemina og tóku þátt í ýmsum viðburðum á vegum starfsmanna og nemenda skólans.

Losun skipsins verði lokið um miðja vikuna

Aðgerðarstjóri hjá norsku strandgæslunni, Johan Marius Ly, hefur efasemdir um það að hægt verði að að afferma Goðafoss alveg á næstunni. Í samtali við Aftenposten segist hann þó vita fyrir víst að björgunarlið muni gera áætlanir fyrir kvöldið um það hvernig að björguninni verði staðið.

Fjögurra ára stúlka stungin til bana

Fjögurra ára gömul stúlka lést af stungusárum á heimili sínu í Bury í Englandi. Stúlkan hét Chloe Burke og var látin þegar lögreglu bar að. Móðir stúlkunnar, Dawn Makin, 33, fannst við hlið dóttur sinnar, meðvitundarlaus og með skurði á úlnliðum. Hún dvelur nú á sjúkrahúsi og ástand hennar talið alvarlegt.

Mótmælendur endurheimta Perlutorg

Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama borg í Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna .

Framsóknarkonur skora á forsetann

"Íslenska þjóðin á að eiga síðasta orðið um Icesave samninginn sem ljóst er að felur í sér þungar en löglausar byrðar fyrir Íslendinga og komandi kynslóðir." Þetta segir framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna í ályktun sem send var fjölmiðlum í gær.

Brátt byrjað að afferma Goðafoss

"Björgunarfélag hefur nú metið aðstæður og lagt fram nákvæma björgunaráætlun fyrir norsku strandgæsluna og sérfræðinga Eimskips sem unnið verður eftir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. "Spáð er áframhaldandi logni á strandsvæðinu sem mun auðvelda björgunaraðgerðir en verkefnið krefst nákvæmni og þolinmæði og ekki verður flanað að neinu,“ segir Ólafur jafnframt.

Óvíst hvenær byrjað verður að bjarga Goðafossi

Enn er alls óvíst hvenær byrjað verður að reyna að ná Goðafossi af strandstað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips í samtali við fréttastofu. Menn á vegum rannsóknarnefndar sjóslysa í Noregi eru komnir um borð í Goðafoss, sem strandaði við Frederiksstadt í Noregi á fimmtudaginn. Þeir munu verja mestum hluta dagsins í að taka skýrslur af áhöfninni og skipstjóranum um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna, eftir því sem fréttamaður TV 2 fréttastöðvarinnar fullyrðir.

Ströndinni verður breytt

Til stendur að gera breytingar á ströndinni, þar sem Goðafoss strandaði á fimmtudag, til þess að reyna að koma í veg fyrir að óhöpp af þessu tagi verði aftur. Það munu þó líða nokkur ár þangað til breytingarnar ganga í gegn, að því er fram kemur í Dagsavisen.

Kannabissali handtekinn á Selfossi

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af ungum manni inni á veitingastað á selfossi í gærkvöldi. Lögregluþjónar þóttust finna kannabislykt af manninum sem brást illa við afskiptum lögreglu og var hann að lokum handtekinn eftir smá átök. Á manninum fundust kannabisefni og vörur sem notaður eru til að búa kannabisefni undir sölu. Hann gisti fangageymslur og bíður skýrslutöku.

Þrír fréttamenn hjá 365 tilnefndir

Þrír fréttamenn hjá 365 miðlum eru tilnefndir til Blaðamannaverðlauna 2010, en tilnefningarnar voru opinberaðar á miðnætti. Annars vegar er um að ræða blaðamennina Stíg Helgason og Trausta Hafliðason, hjá Fréttablaðinu, sem fá tilnefningu í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2010 fyrir greinargóða og upplýsandi umfjöllun um málefni meðferðarheimilisins Árbótar. Í rökstuðningi segir að umfjöllunin hafi varpað nýju ljósi á umdeild vinnubrögð í stjórnmálum og stjórnsýslu.

Jónsi fékk Norrænu tónlistarverðlaunin

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson hlaut í gær Norrænu tónlistarverðlaunin. Margir þekkja eflaust Jón Þór sem Jónsa úr hljómsveitinni Sigurrós en hann hlaut verðlaunin fyrir sólóplötu sína Go, sem kom út á síðasta ári. Þetta var í fyrsta skipti sem Norrænu tónlistarverðlaunin eru afhent. Auk Jónsa var tónlistarkonan Ólöf Arnalds tilnefnd til verðlaunanna. Jónsi var að vonum kátur með verðlaunum en hann var af tilviljun staddur í Osló í rómantískri helgarferð þegar verðlaunin voru afhent.

Í kappakstri á 130 kílómetra hraða

Tveir ökumenn voru teknir á 132 kílómetra hraða á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði um miðnættið í gær. Þar er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Mennirnir gáfu engar skýringar á athæfi sínu, en lögreglan á Vestfjörðum segir að það líti út fyrir að mennirnir hafi verið í kappakstri. Að sögn lögreglunnar mega mennirnir búast við því að verða sviptir ökuleyfi í þrjá mánuði, fá hundrað þúsund króna sekt og fjóra punkta í ökuferilsskrá.

Vilja tryggja hæfa dómara

Dómstólaráð gerir ráð fyrir aukafjárveitingu frá Alþingi til að standa undir kostnaði við tímabundna launahækkun dómara. Laun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og laun hæstaréttardómara hækka um tæpar 102 þúsund krónur á mánuði til janúarloka 2013.

Hrinti sambýliskonu sinni fram af svölum

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að halda konu nauðugri og misþyrma henni. Að því búnu sló hann hana svo hún féll niður af svölum. Hann er einnig ákærður fyrir hótun og tilraun til fjárkúgunar. Hann játaði að hafa haldið konunni nauðugri en neitaði að hafa misþyrmt henni. Þá tók hann ekki afstöðu til ákæru um hótun og tilraun til fjárkúgunar við þingfestingu.

Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni

Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins.

60 þúsund veiktust af svínaflensu

Talið er að um 60 þúsund manns hafi veikst af svínainflúensu hérlendis. Um 170 voru lagðir inn á sjúkrahús vegna hennar haustið 2009. Af þeim þurfti að leggja 22 inn á gjörgæsludeild. Lágu margir í öndunarvélum vikum saman.

Skipstjórinn viðurkenndi mistök

Skipstjórinn á Goðafossi hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá norsku lögreglunni að hafa tekið ranga stefnu þegar skipið strandaði, að sögn fréttavefs norska ríkissjónvarpsins. Fleiri úr áhöfn skipsins hafa verið yfirheyrðir.

Lýst eftir góðum verkum

Nú eru að verða síðustu forvöð fyrir lesendur að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins en tilnefningarfrestur rennur út á mánudag.

Yfir 500 námsleiðir kynntar

Háskóladagurinn verður haldinn í dag. Kynning verður á námsframboði næsta árs í háskólum á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Kynningarnar fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Kynntar verða yfir 500 mismunandi námsleiðir.

Vilja samhæfa viðbrögð allra

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur koma til greina að á vegum ráðuneytisins verði skipuð sérstök verkefnisstjórn vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti ráðherra eftir skoðun hennar á þessu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni.

Ingólfur fundinn

Ingólfur Snær Víðisson er kominn í leitirnar. Lögreglan lýsti eftir honum í dag eftir að hann fór að heiman í janúar síðastliðnum. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.

Föstudagsviðtalið: Leyndarhyggjan verður að víkja

Ferill Ólafs Sigurðssonar á fjölmiðlum hófst á Vísi árið 1963 og var hann þar í tvö ár, en sneri aftur í fjölmiðlabransann árið 1974 þegar hann byrjaði á Útvarpinu. Þar var Ólafur fram til ársins 1980 þegar hann fór yfir á fréttastofu Sjónvarps, þar sem hann starfaði í aldarfjórðung allt til 2006 þegar hann lét af störfum

Hundrað manna úrtak segir nákvæmlega ekki neitt

"Þetta segir nákvæmlega ekki neitt. Það er betra að gera ekki neitt en að birta svona upplýsingar og láta sem þetta segi eitthvað,“ segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um 100 manna úrtak af þeim tæplega 38 þúsund nöfnum sem voru skráð á vefinn kjosum.is

Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni fæddum 1995, sem fór heiman frá sér þann janúar síðastliðinn. Ingólfur er 180 sentimetrar á hæð, þrekinn stutthærður með ljósar strípur með blá augu. Þegar hann fór að heiman var hann klæddur í svarta úlpu með hettu, bláar gallabuxur, hvítum skóm og í svörtum adidasbol . Síðast heyrðist frá Ingólfi þann níunda febrúar síðastliðinn.

Tólf prósent nauðgunarmála árið 2008 enduðu með dómi

Í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að rannsókn lögreglu var hætt eða vísað frá í 63 prósent tilvika um nauðgun árið 2008. Í 25 prósent tilvika voru brotin felld niður hjá ríkissaksóknara en í 12 prósent þeirra féll dómur.

Tvö börn í bílnum sem ekki voru í bílbelti

Sjö ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag fyrir að vera ekki í bílbelti. Einn ökumaðurinn var einnig með tvö 12 til 13 ára gömul börn í bílnum sem voru ekki í belti. Hann játaði brot sitt greiðlega og þarf að greiða 40 þúsund króna sekt auk þess að fá þrjá punkta á ökuskírteinið.

Femínistar leggjast gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð

Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi.

Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi

Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi.

Sjá næstu 50 fréttir