Innlent

Forsetinn boðar til blaðamannafundar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað til blaðamannafundar í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað til blaðamannafundar í dag.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Forsetinn tók á föstudaginn á móti áskorun með um 40 þúsund nöfnum manna sem skora á forsetann að synja lögunum staðfestingar.

Mikil deila spratt upp um undirskriftasöfnunina rétt áður en forsetinn fékk áskorunina í hendurnar. Var þar helst deilt um það að ekki væri hægt að sjá undirskriftir á síðunni. Með því gæti fólk ekki séð hvort það væri skráð á listann eða ekki.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis mun vera með beina útsendingu frá blaðamannafundinum hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×