Fleiri fréttir

Fiskiskipum fjölgar um 51

Fjöldi skipa á skrá hjá Siglingastofnun (SÍ) í árslok 2010 var 1.625 skip, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þilfaraskip, sem skiptast í vélskip og togara, voru 807, 761 vélskip og 57 togarar. Fækkar vélskipum um sjö og togurum um einn.

Grameðlan er ofmetið rándýr

Grameðlan, Tyrannosaurus Rex, var mögulega ekki ógnvænlegt rándýr sem veiddi aðeins stærstu dýr síns tíma, eins og hingað til hefur verið talið.

Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga

Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð.

Fimm drepnir á Degi reiðinnar

Öryggissveitir í norðurhluta Íraks skutu til bana að minnsta kosti fimm mótmælendur í mótmælum á Degi reiðinnar sem efnt var til í landinu í gær.

Hörð átök í höfuðborginni

Liðsmenn Múammars Gaddafí héldu áfram að skjóta á fólk í höfuðborginni Trípolí í gær. Hörð átök voru bæði í borginni og nágrenni hennar. Talið er að þúsundir hafa látið lífið.

Enginn finnst á lífi í rústunum

Enn er að minnsta kosti 220 manna saknað í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir borgina á þriðjudag. Staðfest er að 113 manns hafa látist. Sjötíu manns var bjargað úr rústum fyrsta sólarhringinn eftir skjálftann en eftir það hefur enginn fundist á lífi.

Hrina smáskjálfta í Krýsuvík

Jarðskjálftahrina er nú í gangi í Krýsuvík og hafa yfir fimmtíu skjálftar mælst þar síðustu tvo sólarhringa, samkvæmt skjálftavef Veðurstofunnar. Jarðskálftarnir eru allir litlir, - þeir stærstu tæp tvö stig, og eiga flestir upptök á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns á þriggja til fimm kílómetra dýpi.

Gaddafi ávarpar stuðningsmenn á Græna torginu

Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hélt ræðu á Græna torginu í Trípolí, höfuðborg landsins. Í ræðu sinni, sem fjölmenni hlustaði á, sagðist hann tilbúinn tilbúinn til þess að vopna stuðningsmenn sína.

Heiðar ítrekaði kröfu um afsökunarbeiðni

Krafa Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis um að ummæli í DV verði dregin til baka var ítrekuð þegar meiðyrðamál gegn ritstjórum og fréttastjóra DV var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Fá ekki lán fyrir kaupum í Eyrarodda

Eignarhaldsfélagið Lotna á ekki kost á því að kaupa í Eyrarodda á Flateyri. Ástæðan er sú að vegna fyrri viðskiptasögu eigenda Lotnu geta þeir ekki yfirtekið lán sem fyrri eigendur Eyrarodda höfðu fengið hjá Byggðarstofnun. Þetta staðfestir Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í samtali við vísi. Ríkisútvarpið fullyrti í gær að slóð gjaldþrota fyrirtækja lægi eftir þá Sigurð Aðalssteinsson og Kristján Sigurð Kristjánsson, eigenda Lotnu.

Hugnast ekki hugmyndin um stjórnlagaráð

Birki Jóni Jónssyni, varaformanni Framsóknarflokksins hugnast ekki hugmynd um að skipa sérstakt stjórnlagaráð til að endurskoða stjórnarskrána. Hann segir margvíslegar ástæður vera fyrir afstöðu sinni.

Mótmælt um öll Mið-Austurlönd í dag

Að minnsta kosti fimm hafa fallið í Írak í dag þar sem þúsundir manna hafa hópast út á götur til þess að mótmæla bágum kjörum almennings í landinu. Höfuðborginni Bagdad hefur í raun verið lokað en yfirvöld hafa bannað alla umferð um miðbæinn og þúsundir hermanna eru á götum úti.

Tískumógúllinn Galliano handtekinn í París

Breski fatahönnuðurinn John Galliano var handtekinn í gærkvöldi í París, sakaður um árás og kynþáttaníð. Galliano, sem er yfirhönnuður hjá Dior tískuhúsinu, er sagður hafa setið við drykkju í Marais hverfinu þegar hann vatt sér allt í einu að pari sem sat á kaffihúsi og jós yfir það andgyðinglegum svívirðingum.

Breytingar hjá Strætó - vagnar hætta akstri klukkutíma fyrr

Breytingar verða gerðar á akstri Strætó þann 27. febrúar eða á sunnudaginn kemur. Strætó mun frá þeim tíma ljúka akstri klukkutíma fyrr öll kvöld og hefja akstur tveimur klukkustundum síðar á laugardögum. Jafnframt hætta leiðir 2 og 5 að aka á kvöldin og um helgar. Ástæður þessara almennu breytinga er samdráttur á framlögum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til Strætó bs. Breytingar verða einnig gerðar á leiðum 16, 18, 19, 28, 35 og 36.

Eigendur farmsins greiða fyrir tjónið

Eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar Goðafoss strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst. Þeir sem eru með farmtryggingu verða ekki fyrir tjóni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Eimskip sendi frá sér í dag.

Ögmundur skipar nefnd vegna skipunar ríkissaksóknara

Innanríkisráðherra hefur skipað hæfnisnefnd vegna undirbúnings skipunar í embætti ríkissaksóknara. Hæfnisnefndin á að vera ráðherra til aðstoðar við undirbúning skipunar í embætti ríkissaksóknara og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Umsóknarfrestur um embætti ríkissaksóknara rennur út þann 28. febrúar næstkomandi.

Jóhanna: Þingmenn flytja frumvarp um stjórnlagaráð

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að þingsályktunartillaga um skipun 25 manna í stjórnlagaráð verði flutt af þingmönnum á Alþingi en ekki sem frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það hafi aldrei staðið til. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í morgun að hann væri andvígur þessari leið. Jóhanna segir að Ögmundur muni þó ekki greiða atkvæði gegn tillögunni.

Lóa sást i Heimaey

Heiðlóa fannst á Heimaey í gær. Þetta er mögulega fyrsta heiðlóan sem kemur til landsins í ár, eftir því sem fram kemur á vefnum Fuglar.is. Þar segir að einungis hafi verið tilkynnt um eina heiðlóu á árinu en það var 4. febrúar og þykir nokkuð öruggt að það hafi verið fugl frá því í haust.

Stöðvuðu fimmtíu stefnuljósaskussa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist sérstaklega með stefnuljósanotkun ökumanna þessa dagana, líkt og áður hefur komið fram. "Enn eru margir sem nota ekki stefnuljós, eins og kveðið er á um í umferðarlögum, og því er greinilega full þörf á eftirliti af þessu tagi,“ segir í tilkynningu.

Mikið um hraðakstur í borginni

Að sögn lögreglu ber nokkuð á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. „Tuttugu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í Garðabæ í gær og í fyrradag voru höfð afskipti af allnokkrum ökumönnum sem fóru heldur greitt um Ártúnsbrekku,“ segir í tilkynningu en á báðum stöðum er 80 km hámarkshraði. „Allir fyrrgreindir ökumenn óku á 100 km hraða eða meira,“ segir ennfremur.

Innbrot í bíla - stálu radarvara og skólatösku

Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gærkvöld. Úr þeim var m.a. stolið radarvara, bakpoka og skólatösku. Sem fyrr ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Samstaða um sameiningu embætta

Samstaða er hjá ríkislögreglustjóra, sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara um að sameina efnahagsbrotadeild og embætti sérstaks saksóknara.

Skáru fótinn af með svissneskum hníf

Læknir þurfti að beita svissneskum vasahníf og sög til þess að fjarlæga fót af manni sem hafði fest sig í byggingu í Christchurch skjálftanum sem reið yfir á Nýja-Sjálandi fyrr í vikunni. Læknirinn Stuart Philip sagði eftir aðgerðina að tveir kostir hafi verið í stöðunni; að taka fótinn af manninnum eða skilja hann eftir til að deyja.

Ögmundur vill ekki stjórnlagaráð

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fellst ekki á hugmyndir þingmannanefndar um að þeir 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í lok nóvember verði skipaðir í svo kallað stjórnlagaráð eins og nefndin leggur til.

Kosið um Icesave 9. apríl

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave frumvarpið verður 9. apríl samkvæmt tillögu sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Eins og kunnugt er vísaði Ólafur Ragnar Grímsson Icesave í dóm þjóðarinnar á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar síðastliðinn sunnudag.

Hjólamenn hittast á Lækjartorgi

Áhugamenn um hjólreiðar og hjólamenningu ætla að hittast á Lækjartorgi klukkan hálf sex í dag undir merkjum Critical Mass. Þessi atburður mun vera iðkaður í fleiri en 300 borgum um allan heim en þá kemur fólk saman síðasta föstudag hvers mánaðar til að „endurheimta göturnar fyrir heilbrigðari ferðamáta.“

Háhyrningarnir enn í Breiðafirði

Háhyrningarnir sem eltu síldina næstum alveg upp í fjöru í Grundarfirði á sunnudaginn hafa fært sig um set. "Þeir eru aðeins hérna fyrir utan. Þeir eru að elta loðnu sem er hérna á Breiðafirði," segir Tómar Freyr Kristjánsson, skrifstofumaður og sjúkraflutningamaður, sem náði hreint stórkostlegum myndum af háhyrningunum við Grundarfjörð á sunnudaginn.

Lýst eftir fimmtán ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Ingólfi Snæ Víðissyni, fimmtán ára. Ingólfur er 180 sm á hæð þrekinn stutthærður með ljósar strípur með blá augu.

Tími einkarekinna meðferðarheimila liðinn

Það er ekki tilefni til þess að vera bjartsýnn á framhald á rekstri einkarekinna meðferðarheimila, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu. Þetta fullyrðir hann eftir að hafa kynnt sér skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimila á liðnum árum. Skýrslan var birt í gær

Fréttaskýring: Bótagreiðslur ráðherra til Árbótar byggðar á sandi

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir vinnubrögðum við bótagreiðslur til meðferðarheimila, einkum Árbótar í Aðaldal. Þáverandi félagsmálaráðherra er gagnrýndur, sem og fjármálaráðherra fyrir afskipti af málinu. Ákvörðunin um að greiða Árbót 30 milljónir var byggð á sandi.

Vilja rækta ávaxtatré á Íslandi

Í dag verður undirritað samkomulag milli Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands um prófun á ræktun á norðlægum yrkjum af ávaxtatrjám við íslenskar aðstæður með það fyrir augum að í framtíðinni verði hægt að leiðbeina um val og ræktunaraðferðir.

Bjarni Benediktsson kom oftast fram í fréttum

Bjarni Benediktsson kom oftast fram af öllum þingmönnum í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins í fyrra. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Undanskildir í svarinu eru þeir þingmenn sem einnig eru ráðherrar.

Fogh kallar saman sendifulltrúa Atlantshafsbandalagsins

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur kallað saman sendifulltrúa bandalagsins á neyðarfund til að ræða ástandið í Líbíu. Fundurinn verður haldinn í dag. Þar stendur til að ræða brottflutning þeirra Vesturlandabúa sem eru í landinu og mögulegar hernaðaraðgerðir til að fást við ástandið þar.

Háskólar dottnir úr kynningu ESB

Minnst þrír umsækjendur af þeim átta sem valdir voru til að taka þátt í útboði vegna kynningarmála Evrópusambandsins á Íslandi hafa helst úr lestinni.

Geimferjan Discovery í sinni síðustu geimferð

Bandaríska geimferjan Discovery er nú í sinni síðustu geimferð. Sú ferð markar jafnframt upphafið að endalokum geimferjuáætlunnar NASA sem staðið hefur yfir undanfarin 30 ár.

Stöðvuðu skemmtanahald á Selfossi í nótt

Lögreglan á Selfossi stöðvaði veitingarekstur og vísaði gestum á dyr á skemmtistað í bænum, þar sem allt var í fullum gangi eftir lokunartíma, sem er klukkan eitt eftir miðnætti.

Harðir bardagar í Líbýu í nótt

Talið er að fjöldi látinna í átökunum í Líbýu undanfarna daga megi telja í þúsundum. Harðir bardagar geysuðu víða í landinu í nótt.

Rúm 60% segja já við Icesave

Ríflega sex af hverjum tíu segjast ætla að samþykkja samkomulagið sem náðst hefur við Hollendinga og Breta í Icesave-deilunni í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Hreinsaðir af grun eftir tveggja ára rannsókn

"Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi,“ segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Efnislegar viðræður hefjast í sumar

Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt.

Sjá næstu 50 fréttir