Fleiri fréttir

Talinn hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum

Sádí arabískur ríkisborgari búsettur í Texas hefur verið handtekinn grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás. Maðurinn sem er tvítugur, var handtekinn á miðvikudaginn en hann er sagður hafa keypt efni og tæki til sprengjugerðar.

Sýknudómur yfir Hauki Haraldssyni ógiltur

Hæstiréttur ógilti í dag sýknudóm yfir Hauki Haraldssyni, fyrrverandi starfsmanni Landsbankans, sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér 118 milljónir í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.

Vilja ekki kjósa að nýju til stjórnlagaþings

Fólkið sem var kosið til þess að sitja á stjórnlagaþingi mun skipa sérstakt stjórnlagaráð sem verður ráðgefandi við Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Þetta var ákveðið í dag. Stjórnlagaráðið mun vinna eftir sömu lögum sem sett voru um stjórnlagaþing og munu skila niðurstöðum fyrir lok júní.

Leiksskólakennarar: Látum ekki börnin borga kreppuna

Stjórn Félags leikskólakennara hefur sent frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af þróun leiksskólastarfs í landinu vegna niðurskurðar. Stjórnin varar eindregið við því að haldið verði áfram á þeirri braut.

Forsetinn sýndi Guðríði og Snorra á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opinberaði fyrr í dag styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni, sem hann hyggst gefa Benedikt páfa þegar þeir hittast í Páfagarði þann mars næstkomandi.

Jón Gnarr sendi borgarstjóra Christchurch samúðarkveðju

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sendi Bob Parker, borgarstjóra Christchurch, samúðarkveðju í dag vegna jarðskjálftanna á svæðinu á þriðjudaginn en þeir hafa kostað tugi mannslífa og valdið gríðarlegu eignartjóni.

Eagles á leið til landsins

Stórhljómsveitin Eagles, sem á fjölmarga slagara í pokahorninu á borð við Hotel California og Desperado, er á leið til landsins. Sena ehf. hefur náð samningum við umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar og munu tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni fimmtudaginn 9. júní. Sveitin hyggur á tónleikaferð um heiminn og mun hún hefjast hér á landi. 65 manna fylgdarlið er með í för og í tilkynningu frá Senu segir að bandið ætli að æfa sig hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikaferðina.

Birkir vill að Ríkisendurskoðun skoði stjórnvaldsathafnir

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem farið er fram á að nefndin krefji Ríkisendurskoðun um skýrslu um stjórnvaldsathafnir ráðherra, stofnana eða annarra stjórnvalda. Birkir vill að allar þær athafnir, sem hafa falið í sér „ veitingu fjár eða undirgöngu annarra fjárhagslegra skuldbindinga ríkissjóðs til handa fyrirtækjum í kjölfar bankahrunsins í október 2008," verði kannaðar.

Sviptur ökuleyfi á þrjátíu götu

Ökumaður var sviptur ökuleyfi eftir að hafa ekið á 64 kílómetra hraða við Engjaveg í dag en þar er hámarkshraði 30 kílómetra hraði.

Móta íslenska hönnunarstefnu

Iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið í félagi við Hönnunarmiðstöð Íslands eru að ýta úr vör vinnu við að móta hönnunarstefnu fyrir Ísland.

Naktir Norðlendingar vekja heimsathygli

Þess verður eflaust eitthvað beðið að nekt norðlenskra bænda verði ein af stoðum íslensks útflutnings. Engu að síður vöktu fréttir Vísis af því að bændur fyrir norðan hefðu ákveðið að setja upp leikritið Með fullri reisn og gefa út dagatal svo mikla athygli að fyrirspurnir um dagatalið eru farnar að berast víðsvegar að úr heiminum. Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar, segir að bændurnir séu himinlifandi yfir móttökunum.

Stakk foreldra sína í augun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þess að sæta gæslu á öryggisstofnun fyrir árás á foreldra sína. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndrápa en var sýknaður af þeirri ákæru. Til vara var þess krafist að hann yrði dæmdur til að sæta öryggisgæslu.

Stráksi fann nýtt gæludýr

Ung móðir í smábæ í Brasilíu varð forvitin þegar hún sá að þriggja ára gamall sonur hennar var kominn á bakvið sófa í stofunni og hjalaði þar og skríkti. Hún kíkti á bakvið sófann og sá að drengurinn var að klappa á kollinn á fimm feta löngum krókódíl.

Vonast til að skýrist með stjórnlagaþingið í dag

Vonast er til að þingmannanefnd um stjórnlagaþing skili niðurstöðu í dag. Ekki er komin sátt um málið í nefndinni en samkvæmt heimildum fréttastofu er þrýstingur frá ríkisstjórninni að niðurstaða fáist í dag. Nú í hádeginu munu þingflokkar allra flokka funda og í framhaldi af því mun þingmannanefndin um stjórnlagaþing setjast að fundi og vonast er til að niðurstaða fáist í það hver framtíð stjórnalagaþings mun vera fyrir lok dags í dag. Eftir um tveggja tíma fund nefndarinnar í gærkvöldi var engin niðurstaða komin í málið.

Gremja meðal fimmmenninga vegna seinagangs

Dómari í Glitnis-málinu í New York tók upp málið gegn sjömenningunum öllum vegna þess að tveir þeirra skiluðu ekki yfirlýsingum til dómstólsins á réttum tíma. Það voru Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason. Hinir fimm eru gramir vegna þessarar þróunar.

Ók ölvuð með barn í bílnum

Kona um þrítugt var tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Með í för var barn konunnar en það er á leikskólaaldri. Málið var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.

Dómari fellst á framsal Assange til Svíþjóðar

Breskur dómari hefur samþykkt framsal Julian Assange til Svíþjóðar vegna nauðgunarásakana á hendur honum. Assange hefur staðfastlega neitað ásökununum og hefur barist hart gegn því að verða framseldur til Svíþjóðar. Fyrir dómi fyrr í mánuðinum héldu lögmenn Assange því fram að evrópska handtökuskipunin eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki sé búið að ákæra hann. Fastlega er búist við því að Assange áfrýji úrskurðinum.

Gaddafi býr sig undir ragnarök

Uppreisnarmenn í Libyu virðast hafa austurhluta landsins á sínu valdi og sækja nú inn í vesturhlutann. BBC fréttastofan segir að í borginni Benghazi standi fólk í biðröðum eftir að fá afhent skotvopn sem rænt hefur verið úr vopnabúrum lögreglu og hersins.

Leysir ráðgátuna um hvarf Ameliu Earhart með DNA rannsókn á bréfi

Dongya Yang, fornleifafræðingur við Simon Fraser háskólann, vonast nú til að geta fundið DNA úr flugkonunni frægu, Ameliu Earhart, og komist að því hvað varð um hana. Earhart, sem varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið, hvarf árið 1937 þegar hún freistaðist til þess að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis jörðina. Hvarf Earhart hefur verið óleyst gáta og vonast Yang nú til að geta leyst málið með aðstoð vísindanna.

Ríkisendurskoðun snuprar ráðherra vegna Árbótarmálsins

Ríkið hefur greitt rekstraraðilum þriggja meðferðarheimila samtals 84 milljónir króna í bætur vegna samningsslita um rekstur heimilanna. Ríkisendurskoðun telur að greiðslurnar orki um margt tvímælis. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í morgun.

Reynt að draga úr hundahaldi í Shanghai

Borgaryfirvöld í kínversku borginni Shanghai hafa tilkynnt borgarbúum um nýja stefnu sem byggir þekktri stefnu stjórnvalda í landinu um aðeins eitt barn fyrir hver hjón.

Gaddafi orðinn réttdræpur meðal múslima

Búið er að setja svokallað fatwa á Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu. Þetta þýðir að leiðtoginn er réttdræpur meðal múslima hvar sem þeir finna hann.

Sjálfstæðismenn sagðir tefja

Andstaða sjálfstæðismanna í stjórnlagaþingsnefnd og málþóf þeirra er sagt valda því að nefndin komst ekki að niðurstöðu um það í gær hvaða tillögur á að leggja fram varðandi tilhögun í kjölfar ógildingar Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings.

Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss

Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi.

Íslenskir karlar langlífastir í Evrópu

Í fyrra dóu 2.017 einstaklingar búsettir á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands létust 6,3 á hverja 1.000 íbúa, en dánartíðni stóð í stað milli ára.

Fjölgar í hópi jákvæðra í garð ESB

Viðhorf Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og aðild að því varð jákvæðara á seinni hluta síðasta árs. Áfram eru þó fleiri sem efast um ágæti aðildar.

Hundruð manna enn í rústum húsa

Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir.

Enn kvarnast úr liði Gaddafís

Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí.

Telur sig hafa fundið verk eftir Michelangelo

Bandaríski rithöfundurinn Roy Doliner telur sig hafa fundið listaverk eftir endurreisnarmálarann Michelangelo. Verkið sem er lítil höggmynd fannst við ítalska forngripabúð í gömlum og skítugum pappakassa. Doliner segist hafa orðið orðlaus af hrifningu þegar hann sá styttuna og strax verið fullviss um að þetta væri listaverk eftir meistarann, en hann hefur nú skrifað bók um þennan merka fund sem von er á næstu misserum.

Lést eftir að hafa spilað tölvuleiki í þrjá sólarhringa

Kínverskur maður á þrítugsaldri lést eftir að hafa spilað tölvuleiki samfleytt í þrjá sólarhringa. Maðurinn hafði ekkert sofið, borðað né staðið upp úr stólnum sínum þegar leið yfir hann á mánudagskvöld á internet kaffihúsi í nágrenni við Peking, höfuðborg Kína.

Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag.

Verkamenn biðja Steve Jobs um hjálp

Kínverskir verkamenn sem veikst hafa við framleiðslu snertiskjáa fyrir ýmis raftæki frá Apple, svo sem iPhone og iPod Touch, hafa nú skrifað bréf til Steve Jobs og kvartað yfir illri meðferð. 137 vinnumenn hafa veikst vegna eitrunar af völdum efnisins n-hexane og segja farir sínar ekki sléttar. Hinn tævanski verksmiðjueigandi hafi ekki greitt þeim nægar bætur, þeim verkamönnum sem þáðu bætur hafi verið bolað úr starfi og ekki hafi verið samþykkt að ábyrgjast sjúkrareikninga ef til frekari veikinda komi.

Dæmdur fyrir að taka í lurginn á unglingi

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur fyrir að sparka í unglingspilt og hóta honum með hafnaboltakylfu á Egilsstöðum í maí á síðasta ári. Drengurinn, sem er fjórtán ára gamall, var ásamt vini sínum á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar atvikið átti sér stað.

Pantið áhrifin frá Móður jörð veitt nýsköpunarverðlaun

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 23. febrúar. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir Pantið áhrifin frá Móður jörð og var það unnið af Auði Ösp Guðmundsdóttur, Emblu Vigfúsdóttur og Katharinu Lötzsch frá Listaháskóla Íslands og Robert Peterssen frá Háskólanum í Gautaborg. Leiðbeinandi þeirra í verkefninu var Brynhildur Pálsdóttir.

Sjá næstu 50 fréttir