Erlent

Enginn finnst á lífi í rústunum

Þjóðarsorg Fána Nýja-Sjálands er nú flaggað í hálfa stöng hvarvetna í landinu, þar á meðal í Lyttelton, skammt frá upptökum skjálftans á þriðjudag.
Mynd/AFP-NordicPhotos
Þjóðarsorg Fána Nýja-Sjálands er nú flaggað í hálfa stöng hvarvetna í landinu, þar á meðal í Lyttelton, skammt frá upptökum skjálftans á þriðjudag. Mynd/AFP-NordicPhotos
Enn er að minnsta kosti 220 manna saknað í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir borgina á þriðjudag. Staðfest er að 113 manns hafa látist. Sjötíu manns var bjargað úr rústum fyrsta sólarhringinn eftir skjálftann en eftir það hefur enginn fundist á lífi.

Murray McCully, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sagði í gær að senn yrði bundinn endi á markvissar tilraunir björgunarsveita til að finna fólk á lífi í rústunum. Ráðherrann sagði fólk vera að búa sig undir að færa fjölskyldum þeirra sem enn er saknað „verstu fréttir sem hægt er að fá“.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×