Fleiri fréttir

Kallað eftir skýrari stefnu varðandi ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vék ekki einu orði að Icesave-málinu í ræðu sinni við setningu 31. flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í gær.

Mannslimurinn loks afhjúpaður á safninu

Hið íslenzka reðasafn hefur nú afhjúpað fyrsta karlmannsliminn. Eins og kunnugt er ánafnaði Páll Arason, ferðafrömuður og athafnamaður úr Hörgárdal, safninu lim sinn að sér gengnum.

Bannað að slíta eistu úr grísum

Óheimilt er að gelda grísi, eldri en sjö daga gamla, án deyfingar. Einnig er óheimilt að slíta úr þeim eistun og klippa halann af þeim án brýnnar nauðsynjar. Kemur þetta fram í nýútgefinni reglugerð frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um aðbúnað og heilbrigði svína.

Meirihluti hafnar samkvæmt fyrstu tölum

Mikill meirihluti hefur hafnað Icesave lögunum samkvæmt fyrstu tölum sem birtar hafa verið úr öllum kjördæmum. Ef tekið er landið í heild hafa 57,7% hafnað samningnum en 42,3% hafa sagt já.

Munu hittast eftir helgi og fara yfir stöðu mála

"Við höfum reiknað með að þetta yrði samþykkt en nú eru þær forsendur breyttar,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um hans viðbrögð við fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni en meirihluti þjóðarinnar hafnar Icesave samningnum.

Afstaða Vigdísar vekur hörð viðbrögð meðal netverja

Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttar, fyrrverandi forseta Íslands, um að hún styðji Icesave samninganna hefur valdið reiðibylgju meðal margra netverja. Í lauslegri yfirferð fréttastofu mátti finna fjölda athugasemda á bloggsíðum, á Facebook og í athugasemdum á fréttamiðlum. Þar er Vigdís meðal annars sögð ómarktæk vegna þeirra eftirlauna sem hún nýtur sem fyrrverandi forseti, að hún hafi lagt hundrað ára kvennabaráttu í rúst með ákvörðun sinni, að henni sé sama um komandi kynslóðir og þá segist kjósandi íhuga að brenna myndir sem hann á af sér með Vigdísi.

Oddur fundinn

Oddur Valur Ólafsson sem lögreglan lýsti yfir fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglumenn fundu hann í miðborg Reykjavíkur og er Oddur heill á húfi.

Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn

"Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla.

"Mjög erfitt mál fyrir alla"

Kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir kaup á vændi og verður hann í leyfi frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Nýjar flugfreyjur mega ekki vera eldri en 30 ára

Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili.

Leita að manni á áttræðisaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitarmenn leita nú að 77 ára gömlum manni, Oddi Val Ólafssyni. Hann er með heilabilun og er óútreiknanlegur í hegðun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Sigurjón Árnason segir nei

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, ætlar að greiða atkvæði gegn Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Hann telur að minni áhætta sé fólgin í því að segja nei frekar en já. Rætt er við Sigurjón á Dv.is.

Mannslimur afhjúpaður

Reðasafnið á Húsavík er nú loks fulllimað því í dag tók safnið við eintaki af tegundinni Homo Sapiens Islandicus, af nítíu og fimm ára karlmanni. Getnaðarlimurinn, sem tilheyrði Páli Arasyni, var afhjúpaður að viðstöddu margmenni. Páll ánafnaði safninu lim sinn að sér látnum. Limur Páls fullkomnaði safnið en það geymir nú limi af öllum fjörtíu og sex tegundum spendýra á og í kringum landið.

"Margir hrikalega illa farnir eftir þetta"

Sex íslenskar konur í kringum tvítugt voru um borð í tveggja hæða skemmtiferðarbát sem hvolfdi skammt frá Strandbænum Sihanoukville í Suður Kambódíu í gær. Þær og aðrir farþegar sluppu naumlega en það þykir kraftaverki líkast að ein þeirra lifði slysið af þar sem hún var læst inni á baðherbergi neðst í skipinu.

Þingmenn metast um Icesave

Vaxandi spennu gætir meðal þingmanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave samninginn sem fram fer á morgun en þess má sjá glögg merki í skeytasendingum milli nokkurra þingmanna í kjölfarið á tölvupósti sem hagfræðingurinn Gunnar Tómasson sendi þingmönnum og nokkrum fjölmiðlamönnum fyrr í dag. Erfitt er að halda því fram að umræðan sé upplýsandi eða málefnaleg.

Landfræði á hjólum og Jarðfræðistrætó

Jarðfræði, landfræði og líffræði verða í forgrunni hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands um helgina þegar sviðið heldur áfram að fagna aldarafmæli háskólans með fjölbreyttum viðburðum. Almenningi gefst kostur á að fara í þrjár áhugaverðar skoðunarferðir í fylgd vísindamanna sviðsins.

Framsóknarmenn tóku lagið

Framsóknarmenn komu saman í Háskólabíói í dag þegar flokksþing þeirra var sett. Stórsöngvarinn Egill Ólafsson leiddi flokksmenn meðal annars í fjöldasöng svo undir tók í húsinu. Það var hinn óopinberi þjóðsöngur „Ísland er land þitt" eftir Magnús Þór Sigmundsson sem varð fyrir valinu.

Harður árekstur á Vesturlandsveginum

Harður árekstur varð fyrir stundu á Vesturlandsveginum nærri Grafarholtinu. Að sögn sjónarvotts voru það sendibifreið og skutbíll sem lentu saman.

Backyard sýnd í Seattle og í Karlovy Vary

Kvikmyndin Backyard í leikstjórn Árna Sveinssonar sem var frumsýnd síðastliðið haust hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í Seattle (SIFF) og í Karlovy Vary í Tékklandi.

Vigdís ætlar ekki gegn Birki

Vigdís Hauksdóttir þingmaður framsóknarflokksins ætlar ekki að gefa formlega kost á sér til varaformennsku í flokknum. Þetta tilkynnti Vigdís á flokksþingi sem nú fer fram á Hótel Sögu fyrir stundu. Hún minnti þó á að allir framsóknarmenn séu kjörgengi en enn sem komið er hefur enginn lýst yfir mótframboði gegn sitjandi formanni og varaformanni. Vigdís segist þó hafa velt fyrir sér að bjóða sig fram en eftir að hafa farið yfir stöðuna hafi þetta verið niðurstaðan. Aðspurð hversvegna þetta hefði verið niðurstaðan segist Vigdís vilja gefa tiltölulega nýkjörinni forystu tækifæri og nefnir að einungis séu tvö ár síðan núverandi forysta var kosin. Hún segir flokksmenn vilja standa saman og vinna að því að ná upp fylgi flokksins að nýju. Kosið verður í embætti formanns og varaformanns á morgun.

Morð um borð í kjarnorkukafbáti

Einn maður var skotinn til bana og annar særður um borð í breska kjarnorkukafbátnum Astute í dag. Kabáturinn liggur við bryggju í Southampton.

Ekkert minnst á Icesave í ræðu Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins vill að flokkurinn einsetji sér að verða leiðandi stjórnmálaflokkur á Íslandi innan fimm ára, eða áður en aldarafmæli flokksins, gengur í garð. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræður formannsins á flokkþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. "Í dag hefjum við vegferð til bjartra tíma. Í dag hefjum við á ný framsókn Íslands,“ voru lokaorð Sigmundar í annars yfirgripsmikilli ræðu þar sem farið var yfir helstu mál sem á Íslendingum brenna nú um stundir og til framtíðar.

Vaknaði úr dái eftir 5 vikur

"Það sem mér finnst mikilvægast þegar ég er búin að ganga í gegnum þetta ferli er að hafa góðan stuðning á bak við mig og mestu máli skiptir að hafa alltaf vonina, hugsa jákvætt og halda utan um hvort annað og styðja hvort annað því að svona áfall er gríðarlega erfitt fyrir alla í kringum manneskjuna sem veikist," segir Tinna Rut Einarsdóttir, 21 árs, sem komst til meðvitundar eftir 5 vikna svefn í öndunarvél aðeins 16 ára gömul. Tinna deilir hér erfiðri reynslu sinni en saga hennar staðfestir að kraftaverkin gerast enn.

Fær ekki Orkuveitugögn afhent

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og varamaður í stjórn Orkuveitunnar fær ekki afhendar fundargerðir stjórnar Orkuveitunnar frá stofnun hennar árið 2000 til ársins 2008. Hún segir ótækt með öllu að leynd skuli ríkja yfir þessum gögnum, sérstaklega í ljósi þess að gera eigi allsherjar úttekt á rekstrinum.

Borgin býður út verkefni fyrir yfir 200 milljónir

Borgarráð samþykkti í gær framkvæmdaáætlanir við endurgerð og endurbætur grunnskólalóða í Reykjavík fyrir 100 milljónir og við leikskólalóðir fyrir 35 milljónir samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

Fundu hákarl og fíkniefni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 250 kíló af unnum hákarli við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi fyrr í vikunni.

Framsóknarmenn þinga

Flokksþing framsóknarmanna var sett á Hótel Sögu í morgun en það mun standa yfir fram á sunnudag. Eftir hádegi verður setningarræða formanns og síðan almennar umræður fram eftir degi. Í kvöld verður svo unnið í málefnahópum en á morgun fara fram kosningar til formanns og varaformanns.

Eva vonar að Icesave verði fellt

Eva Joly segist vonast til þess að Icesave-frumvarpið verði fellt á laugardaginn samkvæmt grein sem hún skrifaði og birti í Morgunblaðinu í morgun. Þar skrirfar Eva:

Lögmaður Baldurs: Dómurinn er vonbrigði

Karl Axelsson, lögmaður Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi, segir dóminn valda sér og umbjóðanda sínum vonbrigðum.

Flutti inn mefedrone en gleymdi hlífðarfötunum

Litháískur ríkisborgari var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að flytja tæplega hálft kíló af efninu mefedrone til landsins. Efnið faldi hann í ilmsalti. Tollverðir stöðvuðu manninn við komuna til landsins í desember á síðasta ári og fundu þá ilmsaltið í farangri hans.

Íslensk ull til hamfarasvæðanna í Japan

Þrjár japanskar konur sem búið hafa hér á landi áratugum saman hafa tekið sig saman og skipulagt átak sem miðar að því að senda íslenskan ullarfatnað til hamfarasvæðanna í Japan. Pósturinn hefufr slegist í lið með þeim og í aprílmánuði kostar ekkert að senda hlífðarfatnað til Japans. Konurnar, þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura, vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær. Í samstarfi við Póstinn vilja þær hvetja landsmenn til að leggja hamfarasvæðum Japans lið á þessum erfiðu tímum en landsmenn takast nú á við afleiðingar risajarðskjálftans og flóðbylgjunnar.

Hrotur í flugturninum

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum ætla að endurskoða vaktafyrirkomulag í flugstjórnarmiðstöðvum eftir að upp komst að tveir flugumferðarstjórar á næturvakt sváfu mestalla vaktina.

Bannað að slíta eistun úr grísum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína. Samkvæmt henni er óheimilt að gelda grísi, eldri en 7 daga gamla, án deyfingar. Þá er óheimilt að slíta eistu úr grísum. Í reglugerðinni kemur sömuleiðis fram að ekki sé leyfilegt að klippa halann af grísum nema brýna nauðsyn beri til, að mati dýralæknis, og skal það þá gert af dýralækni eftir að grísinn hefur verið deyfður. Dýralæknum einum er einum heimilt að gelda grísi, eða þeim sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi frá Matvælastofnun. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði í nóvember starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum var meðal annars ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína, og er reglugerðin afrakstur þeirrar vinnu. Í nóvembermánuði hafði Vísir fjallað ítarlega um meðferð á dýrum, þar á meðal grísa. Þá var greint frá því að á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. Samkvæmt nýju reglugerðinni er óheimilt að klippa tennur grísa, en leyfilegt verður að slípa þær. Reglugerðina má lesa í heild sinni á vef Stjórnartíðinda, með því að smella hér. http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=2eedef15-af33-4a49-a1c3-be1998dc83dd

Fíkniefnatíkin Freyja fann amfetamín

Fíkniefnatíkin Freyja fann nokkur grömm af amfetamíni í bifreið sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í hefðbundnu umferðareftirliti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kviknaði grunur strax um að parið í bifreiðinni hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Um var að ræða þekkta afbrotamenn af höfuðborgarsvæðinu.

70. íþróttaþing ÍSÍ sett síðdegis

Sjötugasta íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett í dag. Viðstödd setningarathöfnina verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Þingið verður sett klukkan hálf timm í dag og stendur þar til á morgun. Þingið er haldið í Gullhömrum, Grafarholti í Reykjavík.

Líkan til að taka ákvörðun í Icesave

Jón Gunnar Bergs hefur búið til svokallað ákvarðanatökulíkan í Icesavemálinu. Fjallað var um málið í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun.

Fréttaskýring: Stjórnarflokkarnir langt frá meirihluta

Hvernig hefur fylgi stjórnmálaflokkanna þróast samkvæmt könnunum Fréttablaðsins? Stjórnarflokkarnir eru samanlagt með stuðning 42,5 prósenta kjósenda og fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnin myndi samkvæmt þessu falla yrði kosið nú.

Tvö innbrot í nótt

Brotist var inn í skóla í austurborginni í nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið. Innbrotsþjófurinn komst undan. Einnig var brotist inn í bakarí í vesturborginni.

Sjá næstu 50 fréttir