Innlent

Bannað að slíta eistu úr grísum

Ný reglugerð ráðuneytisins gefur fyrirmæli um mun mannúðlegri meðferð á grísum heldur en tíðkast hefur hingað til.
Ný reglugerð ráðuneytisins gefur fyrirmæli um mun mannúðlegri meðferð á grísum heldur en tíðkast hefur hingað til.
Óheimilt er að gelda grísi, eldri en sjö daga gamla, án deyfingar. Einnig er óheimilt að slíta úr þeim eistun og klippa halann af þeim án brýnnar nauðsynjar. Kemur þetta fram í nýútgefinni reglugerð frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um aðbúnað og heilbrigði svína.

 

Dýralæknum er nú einum heimilt að gelda grísi, eða þeim sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi frá Matvælastofnun, en eins og fram hefur komið hefur verið algengt að svínabændur geldi dýrin sjálfir. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×