Fleiri fréttir

Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö

Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar.

Aska fellur víða til jarðar

Aska hefur fallið víða í byggð í nágrenni Vatnajökuls og hefur talsvert verið um öskufall á Kirkjubæjarklaustri og sveitinum í kringum. Einnig hefur orðið vart við öskufall á Höfn í Hornarfirði. Askan er fín og berst til suðausturs. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í kvöld hvetja almannavarnir íbúa á svæðinu í nágreni Vatnajökuls að halda sig innan dyra vegna eldgossins í Grímsvötnum sem hófst á sjöunda tímanum í kvöld.

Íbúum bent á að halda sig innan dyra

Vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur orðið vart við öskufall á Kirkjubæjarklaustri og fleiri stöðum á Suðurlandi. Askan er mjög fín og berst hún til suðausturs. Almannavarnir benta íbúum á svæðinu að halda sig innan dyra og kynna sér bækling um öskufall sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarna. Bændum er ráðlagt að huga að búsmala allt vestan frá Síðu og austur fyrir Reynivelli.

Gosmökkurinn sést frá Reykjavík

Gosið í Grímsvötnum virðist vera mjög öflugt, segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að mökkurinn sjáist alla leið frá Reykjavík.

Grimsvatnagosið í heimsfréttunum

Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus.

Veginum um Skeiðarársand lokað

Veginum um Skeiðarársand hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum og hófst fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Starfsmenn Vegagerðarinnar bíða átekta

Engin ákvörðun hefur verið tekin um að loka vegum vegna eldgossins sem hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli á sjöunda tímanum í kvöld. Starfsmenn starfsstöðva Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornarfirði bíða átekta. "Við fylgjumst með þróuninni,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri í Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, í samtali við fréttastofu. Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvort loka þurfi vegum eða rjúfa skörð í vegi.

Búist við hlaupi í Grímsvötnum

"Það má búast við einhverju hlaupi í Grímsvötnum vegna gossins,“ segir Matthew Roberts, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir þó að það liggi fyrir að vegna þess að það varð jökulhlaup í Grímsvötnum í nóvember í fyrra þá sé hugsanlegt að hlaupið verði ekki stórt. "Spurningin er núna hvar gosið er. Við vitum það ekki fyrir víst hvar það er," segir Matthew.

Tengja gosið ekki heimsendaspám

Það hljóp aldeilis á snærið hjá gestum á Islandia Hótel á Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri. Gestirnir, sem eru frá Hollandi og Frakklandi, auk Íslendinga, höfðu ekki átt von á því að verða vitni að eldgosi þegar þeir pöntuðu sér gistingu. Þeim brá því heldur betur í brún þegar Vatnajökull tók að gjósa um sjöleytið í kvöld. Líklegast er að það séu Grimsvötn sem gjósi, eins og fram hefur komið.

Ekki þörf á fólksflutningum vegna gossins

Lögreglan á Hvolsvelli og í Vík fylgist með umferð um Þjóðveg 1 vegna eldgossins í Grímsvötnum, samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni. Hann segir þó að ekki sé þörf á því að rýma nein hús í nágrenni við Vatnajökul vegna gossins. Aðstæður eru því allt öðruvísi í þessu gosi en var fyrir rúmu ári síðan þegar Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull gusu. Þá urðu mestu fólksflutningar á Íslandi frá þvi í Heimaeyjargosi árið 1973.

Gosmökkurinn er rosa sjónarspil

"Það er rosa sjónarspil að sjá þetta,“ segir Laufey Stefánsdóttir, sem er stödd ásamt fjölskyldu og vinum í sumarbústaðnum sínum á Hellu. Hún segir að gosmökkurinn sjáist mjög vel þaðan. Gos hófst i Vatnajökli rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld eru viðbragðsaðilar á leið í flug á eftir til að greina nánar staðsetningu þess, en langlíklegast þykir að það sé í Grímsvötnum.

Allir viðbragðsaðilar komnir af stað vegna gossins

"Það er búið að setja allt í gang, almannavarnir og búið að tilkynna þetta erlendis,“ segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, skjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að strókurinn frá gosinu sjáist víða af á landinu. "Hann sést jafnvel frá Selfossi,“ segir Hjörleifur. Því sé ekki um að villast að gosið sé hafið. Hins vegar sé ekki ljóst hversu mikið gosið sé. Verið sé að undirbúa flug til að sjá gosið og finna nákvæma staðsetningu þess. Allt bendi hins vegar til þess að það sé í Grímsvötnum.

Gosmökkurinn sést víða

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum í Vatnajökli sést víða og hefur risið hratt frá því að hans varð vart. Íbúar á Selfossi, Laugarvatni og Flúðum eru meðal þeirra sem haft hafa samband við fréttastofu síðustu mínútur. Samkvæmt sjónarvottum á Flúðum er mökkurinn dökkur neðst en að mestu hvítur. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum sést mökkurinn einnig frá Skaftafelli, Vík og víðar á Suðurlandi.

Eldgos í Grímsvötnum staðfest

„Það sést til gosmakkar. Þannig að það er staðfest að eldgos er hafið," segir Víðir Reynisson, hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir ómögulegt að segja til um það hversu mikið gosið er.

Eldgos að hefjast í Grímsvötnum

Á sjöunda tímanum í kvöld komu fram merki á jarðskjálftamælum um að eldgos gæti verið að hefjast eða er hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessa. Frekari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum

Atli Gíslason: Þetta var ekki sáttatilraun

Forysta Vinstri grænna fullyrðir að mikill sáttahugur hafi ríkt á flokksráðsfundi sem lauk í dag gagnvart þremenningunum sem sögðu sig úr þingflokki VG. Einn þremenninganna segist frekar telja sáttahuginn í orði en í verki.

Svifu í dans og söng yfir höfðum áhorfenda

Mörg þúsund manns fylgdust með Fæðingu Venusar á Austurvelli í dag þegar Listahátíð í Reykjavík hófst. Þar var á ferðinni útisýning katalónska fjöllistahópsins La Fura dels Baus sem naut aðstoðar yfir 60 Íslendinga en um óvenjulegan gjörning var að ræða.

Lögreglu- og slökkviliðsmenn á frívakt aðstoðuðu drenginn

Drengurinn sem fluttur var með hraði til Reykjavíkur fyrr í dag eftir alvarlegt slys í Sundhöll Selfoss fannst meðvitundarlaus í innilaug sundhallarinnar. Endurlífgun hófst þegar á staðnum að hálfu aðstandenda, starfsmanna og sundlaugargesta, en tveir lögreglumenn og sjúkraflutningamaður á frívakt auk björgunarsveitarmanns voru fyrir tilviljun staddir í lauginni. Farið var með drenginn, sem er á sjötta aldursári, á Barnaspítala Hringsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.

Húsfyllir á fyrirlestri Nóbelsverðlaunahafa

Húsfyllir var í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag þegar ástralsk-bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Dr. Elizabeth Blackburn flutti þar erindi í tengslum við aldarafmæli skólans. Uppgötvanir Elizabeth og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks, eins og það er orðað í tilkynningu frá HÍ.

Margmenni sá háloftasýninguna við Austurvöll

Mikill fjöldi fólks kom saman við Austurvöll um klukkan þrjú í dag til að fylgjast með opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur sem var mikið sjónarspil, en þar var á ferðinni katalónski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus.

Kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara slitið

Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisisns hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust.

Markar stefnu til næstu ára

Formaður Rauða kross Íslands segir Rauða krossinum trúað fyrir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því þurfi að efla starf félagsins. Á aðalfundi Rauða krossins í dag var samþykkt ný stefna til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2020. Þá var Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kjörin nýr varamaður í stjórn félagsins.

Karlmaður brenndist í gassprengingu á Rangárvöllum

Karlmaður brenndist þegar eldur kom upp í litlu svefnhúsi á sumarbústaðalóð í landi Svínhaga á Rangárvöllum snemma í morgun. Allt lítur út fyrir að um gassprengingu hafa verið að ræða en talið er að eldurinn hafi kviknað þegar maðurinn ætlaði að hita sér kaffi með gashitara. Maðurinn náði sjálfur að láta vita af sér en hann hlaut talsverð brunasár. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki fengust upplýsingar um líðan hans.

Bjartsýnn formaður

Ed Miliband, formaður breska Verkamannaflokksins, er fullviss um að flokkurinn geti og muni sigra í næstu þingkosningum. Í kosningunum á síðasta ári tapaði flokkurinn meirihluta sínum á breska þiningu og í framhaldinu mynduðu Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar samsteypustjórn undir forystu David Cameron.

Alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi

Ungur drengur var fluttur með hraði á Landspítalann eftir alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi á öðrum tímanum í dag. Lögreglubifreið og lögreglubifhjól veittu sjúkrabifreiðinni sérstakan forgang auk þess sem umferðarljósum var stýrt svo hægt væri að flytja drenginn hratt og örugglega á spítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er drengurinn sjö ára. Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins þegar eftir því var leitað.

Össur hræðist ekki kosningar síðar á árinu

Utanríkisráðherra hræðist ekki þingkosningar síðar á þessu ári þar sem málin séu að leggjast með stjórninni. Hann telur ástæðulaust að ganga til kosninga ef ríkisstjórn er með þingmeirihluta og kemur málum sínum þokkalega fram.

Telja brýnt að endurskoða skipulag VG

Fulltrúar í flokksráði Vinstri grænna telja brýnt að endurskoða skipulag flokksins, en tillaga þess efnis var samþykkti á fundi ráðsins í dag. Stjórn VG er ætlað að skipa fimm manna nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða skipulag flokksins með það að markmiði að styrkja og efla í hvívetna samskipti, tengsl og áhrif stofnana hans s.s. sveitarstjórnarfólks, svæðisfélaga, flokksráðs, stjórnar flokksins og þingflokks, líkt og það er orðað á ályktun.

Nafn konunnar

Konan sem legið hefur á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás sem hún varð fyrir á heimili sínu lést í gær. Eiginmaður hennar á yfir höfði sér ákæru fyrir morð.

Illa rökstudd yfirhylming

Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu.

Varað við hálkublettum

Vegagerðin varar við hálkublettum á Vestfjörðum í kringum Ísafjörð og í Ísafjarðardjúpi. Hálka og er á Gemlufallsheiði, á Flateyrarvegi, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálka er á Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiði en þar er verið að hreinsa. Þá eru einnig hálkublettir á Klettshálsi og Hjallhálsi.

Rekstur Landspítalans innan heimilda

„Fjárhagslega er rekstur spítalans innan heimilda sem er ótrúlegur árangur á þessum niðurskurðartímum en eins og ég hef áður nefnt þurfum við að skera niður um 730 milljónir á þessu ári í beinu framhaldi af hinum mikla þriggja milljarða niðurskurði síðasta árs,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á heimasíðu spítalans.

Lykillinn að langlífi fundinn?

Uppgötvarnir Nóbelsverlaunahafans dr. Elizabeth Blackburn hafa breytt skilningi manna á öldrun. Hún hefur sýnt fram á slæm áhrif streitu á litningaenda og ávinning hreyfingar. Elizabeth mun fjalla um þetta í erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 14 í dag. Uppgötvanir hennar og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks.

Konan er látin

Konan sem varð fyrir alvarlegri árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun fyrir viku er látin. Konan lá þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hún lést í gær. Hún var á fimmtudagsaldri.

Taka við tilnefningum um nýjan forstjóra AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í gærkvöldi að byrjað yrði á mánudaginn að taka við tilnefningum að nýjum yfirmanni sjóðsins, eftirmanni Dominique Strauss-Kahn sem sagði af sér í síðustu viku eftir að herbergisþerna á hóteli í New York kærði hann fyrir nauðgun.

Heimurinn er enn til

Heimurinn er enn til og lífið gengur sinn vanagang þvert á dómsdagsspár bandaríska predikarans Harold Camping. Hann hafði spáð því að klukkan 18 í hverjum heimshluta myndu jarðskjálftar hefjast, og í framhaldinu yrðu hinir dyggðugu geislaðir upp til himna.

Hafna þúsundum ungmenna um sumarvinnu

Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær hafna þúsundum ungmenna sem hafa sótt um sumarvinnu hjá sveitarfélögunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að 3800 ungmenni 17 ára og eldri hafi sótt um sumarvinnu hjá borginni en ætlunin er að ráða 1900 - sem þó eru mun fleiri en í fyrra. Sautján ára ungmenni fá vinnu í fjórar vikur en eldri í sex til átta vikur.

Bílvelta í Strandgötu

Karlmaður á fimmtudagsaldri var fluttur á slysadeild í nótt eftir að bifreið sem hann ók um Strandgötu í Hafnarfirði valt. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild né um tildrög slyssins hjá lögreglu. Slysið varð á þriðja tímanum til móts við íþróttahúsið í Strandgötu, samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Ók of hratt og reyndist einnig ölvaður

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur á Biskupstungnabraut um klukkan eitt eftir miðnætti. Hann reyndist einnig ölvaður og var færður á lögreglustöð í framhaldinu. Ökumaðurinn er á 18 ára aldursári og á yfir höfði sér ökuleyfissviptinu.

Verra fyrir þekkta en óþekkta

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakka, Elisabeth Guigou, segir myndbirtingu af Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann er leiddur um í járnum, ógeðfellda og grimmdarlega. Hún stóð sjálf fyrir setningu laga í Frakklandi sem banna birtingu slíkra mynda.

Framandi kirkjustíll í Vesturbænum

Söfnuður Moskvu-patríarkats rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur nú sýnt frumtillögu sína að kirkjubyggingu og safnaðarheimili ofan við Mýrargötu í Reykjavík. Yfirbragðið er nokkuð frábrugðið öðrum guðshúsum hérlendis og víst að byggingin mun setja mikinn svip á Vesturbæinn.

Sögð hafa misnotað traust

Á flokksráðsfundi Vinstri grænna verður í dag gengið til atkvæða, meðal annars um ályktun þar sem lagt er til að flokkurinn harmi úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokknum.

Sjá næstu 50 fréttir