Innlent

Nafn konunnar

Mynd/Haraldur Jónasson
Konan sem legið hefur á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás sem hún varð fyrir á heimili sínu lést í gær. Eiginmaður hennar á yfir höfði sér ákæru fyrir morð.

Konan hét Hallgerður Valsdóttir, hún var fædd 1967 til heimilis að Prestastíg í Grafarholti. Hún hafði legið þungt haldinn á gjörgæsludeild síðan á sunnudaginn síðasta, var haldið sofandi í öndunarvél. Hún lést svo eftir hádegi í gær.

Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en það er eiginmaður Hallgerðar, Ólafur Dónald Helgason. Það var hann sem hringdi eftir aðstoð sunnudagsmorguninn sem árásin átti sér stað en hann er grunaður um að hafa tekið hana kverkataki og haldið þar til hún missti meðvitund. Hún var ekki með lífsmarki þegar sjúkralið koma á vettvang en var endurlífgð og flutt á gjörgæsludeild.

Ólafur hefur í skýrslutökum hjá lögreglu borið við minnisleysi þegar hann hefur verið spurður um atburðarrásina þennan morgun en hann var í annarlegu ástandi. Málið hefur hingað til verið rannsakað sem tilraun til manndráps. En verði ákæra gefin út á hendur Ólafi verður það að öllum líkindum fyrir morð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×