Fleiri fréttir

Lagði hendur á barnsmóður sína

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni á tjaldstæði á Suðurlandi.

Fjölga nemum í læknisfræðinni

Þetta er meðal þess sem felst í breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu

Ræða Opruh Winfrey á Golden Globes hlaut góðar undirtektir. Frægðarmenni skora á hana að fara í forsetaframboð. Winfrey sjálf ýjað að áhuga sem og lýst því yfir að hún ætli ekki í framboð.

Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu

Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri.

Trump vill ekki fyrirgefa Bannon

„Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“

Leggja línurnar fyrir Pakistan

Bandaríkin hafa gert yfirvöldum í Pakistan ljóst hvað þurfi að gerast svo að hernaðaraðstoð til ríkisins verði haldið áfram.

Sautján metra hvalur dauður í Hvalsnesi

Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi.

Vilja banna sölu á límgildrum sem ekki má nota

Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil.

Erfitt að manna þyrlur Landhelgisgæslunnar

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma.

Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð

Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar.

Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN

Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu.

Sigríður Hrólfsdóttir látin

Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, er látin. Sigríður var ásamt fjölskyldu sinni stödd erlendis í fríi þegar hún varð bráðkvödd.

Audi Q8 tilbúinn

Audi mun hugsanlega sýna bílinn á bílasýningunni í Detroit í næstu viku.

Suðaustan stormur í kortunum

Veðurstofan varar við suðaustan hvassviðri eða stormi seint í kvöld og nótt með talsverðri rigningu sunnanlands.

Bannon segir ummæli sín ekki beinast að Trump yngri

Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann dregur til baka ásökun sem höfð er eftir honum í nýrri bók um ástandið í Hvíta húsinu, Fire and Fury, eftir Michael Wolff.

Sjá næstu 50 fréttir